Frístundaráð

16. fundur 26. október 2017 kl. 12:00 - 13:30 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Óskar Ingi Sigurðsson fulltrúi B-lista mætti ekki og enginn varamaður í hans stað.

1.Sundlaug Akureyrar - sundlaugargarður

Málsnúmer 2017100387Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá umhverfis- og mannvirkjasviði dagsett 19. október 2017 þar sem óskað er eftir afstöðu frístundaráðs til framkvæmda á lóð Sundlaugar Akureyrar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála fór yfir málið.
Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að málið verði tekið til frekari skoðunar og sett verði nú þegar af stað vinna við að finna hentuga staðsetningu á innisundlaug.

2.Íþróttabandalag Akureyrar - samskipta- og samstarfssamningur Akureyrarbæjar og ÍBA

Málsnúmer 2015010126Vakta málsnúmer

Framhald frá síðasta fundi. Fullmótaður samningur lagður fram til samþykktar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála kynnti samninginn.
Frístundaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og lýsir yfir mikilli ánægju með hann.

Frístundaráð vísar samningnum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

3.Virkið - virknisetur fyrir ungt fólk án atvinnu

Málsnúmer 2011090009Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu Kristján B. Tómasson umsjónarmaður Ungmennahúss og Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri Ungmennahúss og kynntu þau samning sem samstarfsaðilar Virkisins skrifuðu undir í síðustu viku.

Einnig fóru þau yfir ársskýrslu Ungmennahússins fyrir árið 2016 og árshlutaskýrslu 2017.
Frístundaráð fagnar því að samningur um starfsemi Virkisins sé í höfn.

4.Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017100405Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga sviðsstjóra samfélagssviðs um veitingu jafnréttisviðurkenningar Akureyrarbæjar.
Frístundaráðs samþykkir að veitt verði jafnréttisviðurkenning og felur sviðsstjóra að móta frekari hugmyndir að framkvæmd.

Fundi slitið - kl. 13:30.