Fjárhagsáætlun 2016 - íþróttaráð

Málsnúmer 2015080072

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 171. fundur - 19.08.2015

Lagðar fram til kynningar og umræðu forsendur fjárhagsáætlunar íþróttamála fyrir starfsárið 2016.

Íþróttaráð - 173. fundur - 03.09.2015

Unnið að fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2016.

Íþróttaráð - 174. fundur - 17.09.2015

Guðrún Þórsdóttir V-lista boðaði forföll og Alfa Dröf Jóhannsdóttir mætti til fundar í hennar stað.

Lögð fram drög að gjaldskrá Skíðastaða í Hlíðarfjalli fyrir veturinn 2015-2016. Unnið að fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2016 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2016-2019.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Skíðastaða mætti á fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð samþykkir gjaldskrá fyrir Skíðastaði í Hlíðarfjalli fyrir veturinn 2015-2016.

Bæjarráð - 3473. fundur - 01.10.2015

1. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 17. september 2015:

Lögð fram drög að gjaldskrá Skíðastaða í Hlíðarfjalli fyrir veturinn 2015-2016. Unnið að fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2016 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2016-2019.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Skíðastaða mætti á fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð samþykkir gjaldskrá fyrir Skíðastaði í Hlíðarfjalli fyrir veturinn 2015-2016.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir Hlíðarfjall fyrir veturinn 2015-2016.

Íþróttaráð - 175. fundur - 07.10.2015

Unnið að fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2016.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar mætti á fund íþróttaráðs undir þessum lið og kynnti áætlun og gjaldskrá Sundlaugar Akureyrar.
Elín H. Gísladóttir fór af fundi eftir að hafa kynnt fjárhagsáætlun og gjaldskrá.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að fjárhagsáætlun íþróttamála og gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki fyrir starfsárið 2016 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2017-2019 og vísar drögunum til bæjarráðs.
Íþróttaráð óskar eftir því við stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar að lokið verði við uppbyggingu íþróttahúss Naustaskóla, farið verði í endurbætur á gólfplötu Skautahallarinnar, skipt um gervigras í Boganum og viðhald á útisvæði Sundlaugar Akureyrar árið 2016.
Íþróttaráð samþykkir framkvæmdayfirlit íþróttamála 2016-2021 og vísar því til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að koma á framfæri þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

Ingibjörg Ólöf Isaksen vék af fundi við umræðu og afgreiðslu á gjaldskrá Sundlaugar Akureyrar og Árni Óðinsson varaformaður stýrði fundi við þann hluta dagskrárliðarins.

Íþróttaráð - 177. fundur - 22.10.2015

Umræður um fjárhagsáætlun íþróttaráðs fyrir starfsárið 2016.

Íþróttaráð - 178. fundur - 05.11.2015

Árni Óðinsson S-lista kom til fundar kl. 14:30.
Endurskoðun og vinna við fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2016.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyar og Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli mættu á fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar aftur til bæjarráðs.
Tillögum að hagræðingu innan málaflokksins vísað til bæjarráðs.
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista vék af fundi við umræður um gjaldskrá Sundlaugar Akureyrar kl. 14:48-15:05. Árni Óðinsson varaformaður tók við fundarstjórn í fjarveru Ingibjargar.

Áshildur Hlín Valtýrsdóttir Æ-lista vék af fundi kl. 15:05.
Elín H. Gísladóttir yfirgaf fundinn kl. 15:10.
Guðmundur Karl Jónsson yfirgaf fundinn kl. 15:40.

Íþróttaráð - 180. fundur - 19.11.2015

Unnið að fjárhagsáætlun.

Íþróttaráð - 181. fundur - 03.12.2015

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Íþróttaráð - 191. fundur - 19.05.2016

Lögð fram til kynningar rekstrarstaða fjárhagsáætlunar íþróttaráðs fyrir janúar til og með apríl 2016.

Íþróttaráð - 191. fundur - 19.05.2016

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls kom á fund ráðsins og fór yfir rekstur skíðasvæðisins á líðandi vetri.

Íþróttaráð fagnar góðri aðsókn í Hlíðarfjall í vetur.

Íþróttaráð - 192. fundur - 24.05.2016

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Magnús Kristjánsson ráðgjafi hjá KPMG mættu fyrir hönd aðgerðarhóps bæjarstjórnar til fundarins og kynntu tillögur hópsins er varða málefni íþróttaráðs sem voru samþykktar í bæjarráði 19. maí 2016. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar og Aðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður íþróttahúsa sátu einnig fundinn.

Íþróttaráð - 195. fundur - 01.09.2016

Í samræmi við niðurstöðu aðgerðarhóps bæjarráðs eru lagðar fram tillögur að viðauka við gildandi fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlagða viðauka við gildandi fjárhagsáætlun og vísar erindinu til bæjarráðs.

Íþróttaráð - 195. fundur - 01.09.2016

Lagðar fram tillögur að viðauka við gildandi fjárhagsáætlun yfirstandandi árs vegna endurnýjunar rekstrarsamninga við aðildarfélög ÍBA á árinu 2016.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlagðan viðauka við gildandi fjárhagsáætlun og vísar erindinu til bæjarráðs.

Íþróttaráð - 195. fundur - 01.09.2016

Lögð fram til kynningar rekstrarstaða fjárhagsáætlunar íþróttaráðs fyrir janúar til og með júlí 2016.

Íþróttaráð - 198. fundur - 17.10.2016

Lagt fram rekstraryfirlit íþróttaráðs fyrir janúar til september 2016.

Íþróttaráð - 198. fundur - 17.10.2016

Guðrún Þórsdóttir V-lista vék af fundi kl. 15:55.
Í ágúst 2016 var kallað eftir upplýsingum frá íþróttamannvirkjum og aðildarfélögum ÍBA varðandi framkvæmdir, viðhald, búnað eða breytingar þar sem óskað yrði/var eftir aðkomu íþróttaráðs varðandi styrkveitingu. Hluti af þeim tillögum sem sendar voru íþróttaráði fóru inn í fjárhagsáætlun næsta árs.

Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að verkefnum sem íþróttaráð getur styrkt í ár.
Íþróttaráð samþykkir framlagðar tilögur og felur framkvæmdastjóra að vinna þær áfram.