Íþróttaráð

198. fundur 17. október 2016 kl. 15:00 - 16:41 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Jónas Björgvin Sigurbersson Æ-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.

1.Íþróttahús Naustaskóla

Málsnúmer 2016100060Vakta málsnúmer

Tekin fyrir bókun aðalstjórnar KA frá aðalstjórnarfundi 5. október 2016:

Aðalstjórn KA lýsir áhyggjum sínum yfir minnkandi aðstöðu fyrir starfsemi deilda sinna og starfsemi áhugahópa í almenningsíþróttum með því að loka íþróttahúsinu í Laugagötu. Aðalstjórn KA skorar á Íþróttaráð að opna íþróttahús Naustaskóla fyrir íþróttafélög og almenning.
Íþróttaráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við því að svo stöddu.

2.Fjárhagsáætlun 2017 - íþróttaráð

Málsnúmer 2016050293Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lykiltölum í starfsáætlun ráðsins.

3.Fjárhagsáætlun 2016 - íþróttaráð

Málsnúmer 2015080072Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit íþróttaráðs fyrir janúar til september 2016.
Guðrún Þórsdóttir V-lista vék af fundi kl. 15:55.

4.Fjárhagsáætlun 2016 - íþróttaráð

Málsnúmer 2015080072Vakta málsnúmer

Í ágúst 2016 var kallað eftir upplýsingum frá íþróttamannvirkjum og aðildarfélögum ÍBA varðandi framkvæmdir, viðhald, búnað eða breytingar þar sem óskað yrði/var eftir aðkomu íþróttaráðs varðandi styrkveitingu. Hluti af þeim tillögum sem sendar voru íþróttaráði fóru inn í fjárhagsáætlun næsta árs.

Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að verkefnum sem íþróttaráð getur styrkt í ár.
Íþróttaráð samþykkir framlagðar tilögur og felur framkvæmdastjóra að vinna þær áfram.

5.Íþróttaráð 2016 - önnur mál

Málsnúmer 2016020029Vakta málsnúmer

Umræður um ýmis mál er varða íþróttaráð.

Fundi slitið - kl. 16:41.