Íþróttaráð

173. fundur 03. september 2015 kl. 14:00 - 16:07 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Halldór Kristinn Harðarson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Sigurjón Jónasson
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá

1.Nýting VMA á Íþróttahöll

Málsnúmer 2015090005Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2015 þar sem Hjalti Jón Sveinsson f.h. VMA óskar eftir fundi með íþróttaráði, stjórnendum Brekkuskóla, íþróttafulltrúa og framkvæmdastjóra Íþróttahallarinnar vegna nýtingar á Íþróttahöllinni.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Birna Baldursdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir íþróttaráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Birna Baldursdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Halldór Kristinn Harðarson L-lista mætti á fundinn undir þessum lið í stað Birnu Baldursdóttur.

Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að boða hlutaðeigandi aðila á fund.
Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórunn Sif Harðardóttir ásamt forstöðumanni íþróttamála verða fulltrúar íþróttaráðs á fundinum.
Halldór Kristinn Harðarson L-lista yfirgaf fundinn og Birna Baldursdóttir tók aftur sæti á fundinum.

2.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2015

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 23. júlí 2015 vísaði bæjarráð 3. lið úr 93. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 7. júlí 2015 til íþróttaráðs. Í 3. lið fundargerðar hverfisráðs Hríseyjar segir:
Sundlaug
Hverfisráð óskar eftir því að hægt verði að hafa starf í sundlauginni 100% eins og
var í ljósi atvinnuástands í eyjunni þurfum við á því að halda að íbúar geti stundað atvinnu í Hrísey. Þá er átt við að samtals verði þetta 100% en í dag eru þetta tvær
stöður sem samtals gera 80%. Ljóst er að það þarf að auka við fjárveitingu til sundlaugar ef þetta á að vera hægt. Eins óskar ráðið eftir því að farið verði í kynningu
á þessari glæsilegu aðstöðu sem við höfum hér en lítið sem ekkert hefur verið gert í þeim málum frá opnun þrátt fyrir óskir. Einnig þakkar hverfisráðið fyrir góðan fund með fostöðumanni og framkvæmdarstjóra samfélags- og mannréttindadeildar þar sem rætt var um ráðningar og opnunartíma.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar mætti á fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.
Íþróttaráð bendir á að opnunardögum frá síðasta vetri hefur fjölgað í Íþróttamiðstöð Hríseyjar.

3.Frístundarúta KA

Málsnúmer 2015090008Vakta málsnúmer

Erindi ódagssett frá Siguróla Magna Sigurðssyni f.h. Knattspyrnufélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk við rekstur rútu í vetur til að keyra iðkendur á milli skóla og æfinga.
Íþróttaráð samþykkir með fjórum atkvæðum að styrkja verkefnið um kr. 300.000 veturinn 2015-2016.
Árni Óðinsson S-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

4.Fjárhagsáætlun 2016 - íþróttaráð

Málsnúmer 2015080072Vakta málsnúmer

Unnið að fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2016.

5.Vetraríþróttamiðstöð Ísland (VMÍ)

Málsnúmer 2014080131Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar og umræðu breytingar á stjórn VMÍ.

Fundi slitið - kl. 16:07.