Íþróttaráð

175. fundur 07. október 2015 kl. 14:00 - 16:10 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
Dagskrá
Guðrún Þórsdóttir V-lista boðaði forföll og Alfa Dröfn Jóhannsdóttir mætti til fundar í hennar stað.

Birna Baldursdóttir L-lista mætti til fundar kl. 14:25.

1.Verkefnastjóri tómstunda og íþrótta fyrir fatlað fólk á Akureyri

Málsnúmer 2015090062Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála kynnti hugmynd að ráðningu verkefnastjóra sem hefði það hlutverk að þróa tómstundir og íþróttir fyrir fatlað fólk á Akureyri. Lagt er til að verkefnastjórinn heyri undir samfélags- og mannréttindadeild og að 50% staða verkefnastjóra félagslegrar liðveislu á búsetudeild myndi renna saman við þetta nýja starf. Erindinu var frestað á síðasta fundi íþróttaráðs.
Íþróttaráð leggur til að erindið verði útfært nánar meðal aðila er málið varðar.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - íþróttaráð

Málsnúmer 2015080072Vakta málsnúmer

Unnið að fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2016.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar mætti á fund íþróttaráðs undir þessum lið og kynnti áætlun og gjaldskrá Sundlaugar Akureyrar.
Elín H. Gísladóttir fór af fundi eftir að hafa kynnt fjárhagsáætlun og gjaldskrá.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að fjárhagsáætlun íþróttamála og gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki fyrir starfsárið 2016 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2017-2019 og vísar drögunum til bæjarráðs.
Íþróttaráð óskar eftir því við stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar að lokið verði við uppbyggingu íþróttahúss Naustaskóla, farið verði í endurbætur á gólfplötu Skautahallarinnar, skipt um gervigras í Boganum og viðhald á útisvæði Sundlaugar Akureyrar árið 2016.
Íþróttaráð samþykkir framkvæmdayfirlit íþróttamála 2016-2021 og vísar því til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að koma á framfæri þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

Ingibjörg Ólöf Isaksen vék af fundi við umræðu og afgreiðslu á gjaldskrá Sundlaugar Akureyrar og Árni Óðinsson varaformaður stýrði fundi við þann hluta dagskrárliðarins.
Birna Baldursdóttir L-lista fór af fundi kl. 15:51.

3.Hljóðvist í íþróttamannvirkjum

Málsnúmer 2015100029Vakta málsnúmer

Umræður um hljóðvist í íþróttamannvirkjum í framhaldi af ráðstefnu um streitu og hávaða sem haldin var á Akureyri 20. september 2015.
Íþróttaráð óskar eftir því að Fasteignir Akureyrarbæjar láti gera úttekt og mælingar á hljóðvist í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar með tilliti til heilbrigðisviðmiða.

4.Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli

Málsnúmer 2015090260Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 25. september 2015 frá stjórn Heimilis og skóla þar sem farið er fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.

Fundi slitið - kl. 16:10.