Listasafnið á Akureyri

Málsnúmer 2015060091

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 190. fundur - 11.06.2015

Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri kom á fundinn og greindi frá rekstri safnsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hlyni fyrir komuna.

Stjórn Akureyrarstofu - 262. fundur - 04.10.2018

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins mætti á fundinn og gerði grein fyrir rekstri safnsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir veittar upplýsingar, óskar jafnframt eftir að fá mánaðarlegar stöðuskýrslur um aðsókn og rekstraryfirlit á fyrsta rekstrarári eftir endurbætur. Jafnframt lýsir stjórnin yfir ánægju með góða aðsókn að Listasafninu á fyrsta mánuði eftir opnun á nýju og endurbættu safni.

Stjórn Akureyrarstofu - 267. fundur - 06.12.2018

Lagðar fram til kynningar rekstrar- og aðsóknartölur Listasafnsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 268. fundur - 18.12.2018

Lagðar fram rekstrar- og aðsóknartölur fyrir Listasafnið á Akureyri.

Hlynur Hallsson safnstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu - 275. fundur - 04.04.2019

Lagðar fram rekstrar- og aðsóknartölur að Listasafninu fyrstu þrjá mánuði ársins. Hlynur Hallsson safnstjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hlyni fyrir komuna á fundinn.

Stjórn Akureyrarstofu - 281. fundur - 20.06.2019

Lagðar fram rekstrar- og aðsóknartölur að Listasafninu fyrstu fimm mánuði ársins. Hlynur Hallsson safnstjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu telur mikilvægt að safnstjóri og sviðsstjóri leggi fram tillögu til stjórnar um með hvaða hætti brugðist verði við neikvæðum rekstri miðað við áætlun fyrstu fimm mánuði ársins. Þá felur stjórn safnstjóra að leggja fram minnisblað til stjórnar um framkvæmdir við safnið og verklok þannig að hægt verði að fá inn tekjur af útleigu og í framhaldinu verði fundað með sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Stjórn Akureyrarstofu - 282. fundur - 15.08.2019

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins fór yfir endurskoðaða fjárhagsáætlun safnsins fyrir árið 2019.
Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að nú þegar verði farið í hagræðingu í rekstri Listasafnsins og stefnt verði að því að hann verði innan fjárhagsáætlunar. Stjórnin telur að þær hugmyndir sem lagðar voru fram á fundinum séu ófullnægjandi. Stjórn felur jafnframt sviðsstjóra í samvinnu við fjársýslusvið að vinna úttekt á rekstri Listasafnsins á Akureyri á yfirstandandi rekstrarári.

Stjórn Akureyrarstofu - 284. fundur - 12.09.2019

Lagt fram minnisblað um stöðu framkvæmda í Listasafninu.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir að sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs mæti á næsta fund stjórnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 285. fundur - 26.09.2019

Tekið fyrir að nýju minnisblað um stöðu framkvæmda í Listasafninu.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir gagnlegar umræður. Stjórnin leggur áherslu á að klárað verði að loka milli fyrstu og annarrar hæðar í Ketilhúsi svo leigja megi út neðstu hæðina sem vinnuaðstöðu listamanna eða félaga í listastarfi.

Stjórn Akureyrarstofu - 286. fundur - 10.10.2019

Lagt fram til kynningar vinnuskjal vegna rekstrarstöðu á Listasafninu á Akureyri.

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu - 287. fundur - 24.10.2019

Lögð fram rekstrarúttekt á Listasafninu.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar vel unna rekstrarúttekt, í henni kemur skýrt fram hvað hefur farið úrskeiðis. Stjórnin leggur áherslu á að upplýsingagjöf stjórnenda til stjórnar verði bætt til muna, samráð aukið, að fjárhagsáætlun sé fylgt í hvívetna og farið sé eftir réttum verklagsreglum vegna fjárhagslegra frávika.

Stjórn Akureyrarstofu - 295. fundur - 20.02.2020

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins mætti á fundinn og fór yfir drög að auglýsingu vegna útleigu á jarðhæð Ketilhússins. Einnig kynnti hann tillögu um lækkun á gjaldskrá vegna útleigu á aðalsal Ketilhússins.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að brátt færist menningarlegt líf í jarðhæð Ketilhússins. Stjórnin samþykkir tillögu um að leigufjárhæð fyrir jarðhæð Ketilhússins verði kr. 145.000 á mánuði. Jafnframt samþykkir stjórnin að gjaldskrá fyrir aðalsal hússins verði breytt þannig að leiga fyrir 2 klst. verði kr. 60.000 í stað kr. 82.000 áður og að leiga til stofnana Akureyrarbæjar fyrir samskonar leigu fari úr kr. 52.000 í kr. 40.000.

Bæjarráð - 3673. fundur - 27.02.2020

Liður 1 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 20. febrúar 2020:

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins mætti á fundinn og fór yfir drög að auglýsingu vegna útleigu á jarðhæð Ketilhússins. Einnig kynnti hann tillögu um lækkun á gjaldskrá vegna útleigu á aðalsal Ketilhússins.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að brátt færist menningarlegt líf í jarðhæð Ketilhússins. Stjórnin samþykkir tillögu um að leigufjárhæð fyrir jarðhæð Ketilhússins verði kr. 145.000 á mánuði. Jafnframt samþykkir stjórnin að gjaldskrá fyrir aðalsal hússins verði breytt þannig að leiga fyrir 2 klst. verði kr. 60.000 í stað kr. 82.000 áður og að leiga til stofnana Akureyrarbæjar fyrir samskonar leigu fari úr kr. 52.000 í kr. 40.000.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gunnar Gíslason D-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn - 3469. fundur - 03.03.2020

Liður 9 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 27. febrúar 2020:

Liður 1 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 20. febrúar 2020:

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins mætti á fundinn og fór yfir drög að auglýsingu vegna útleigu á jarðhæð Ketilhússins. Einnig kynnti hann tillögu um lækkun á gjaldskrá vegna útleigu á aðalsal Ketilhússins.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að brátt færist menningarlegt líf í jarðhæð Ketilhússins. Stjórnin samþykkir tillögu um að leigufjárhæð fyrir jarðhæð Ketilhússins verði kr. 145.000 á mánuði. Jafnframt samþykkir stjórnin að gjaldskrá fyrir aðalsal hússins verði breytt þannig að leiga fyrir 2 klst. verði kr. 60.000 í stað kr. 82.000 áður og að leiga til stofnana Akureyrarbæjar fyrir samskonar leigu fari úr kr. 52.000 í kr. 40.000.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gunnar Gíslason D-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti tillöguna.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að leigufjárhæð fyrir jarðhæð Ketilhússins verði kr. 145.000 á mánuði og að gjaldskrá fyrir aðalsal Ketilhússins verði breytt þannig að leiga fyrir 2 klst. verði kr. 60.000 í stað kr. 82.000 áður og að leiga til stofnana Akureyrarbæjar fyrir samskonar leigu fari úr kr. 52.000 í kr. 40.000.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sitja hjá við afgreiðsluna.

Stjórn Akureyrarstofu - 309. fundur - 19.11.2020

Aðsóknartölur að Listasafninu lagðar fram til kynningar.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar góðri aðsókn Íslendinga að Listasafninu og öðrum söfnum á liðnu sumri.

Stjórn Akureyrarstofu - 313. fundur - 11.02.2021

Lagðar fram til kynningar aðsóknartölur að Listasafninu fyrir árið 2020.

Hlynur Hallsson safnstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Fylgiskjöl:

Stjórn Akureyrarstofu - 318. fundur - 06.05.2021

Lagðar fram til kynningar aðsóknartölur að Listasafninu fyrstu mánuði ársins ásamt upplýsingum um styrkveitingar sem Listasafnið fékk frá Safnaráði.

Hlynur Hallsson safnstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar þeim styrkveitingum sem Listasafnið á Akureyri hefur fengið.