Velferðarráð

1210. fundur 03. júní 2015 kl. 14:00 - 15:45 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson varaformaður
  • Guðlaug Kristinsdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá
Guðlaug Kristinsdóttir B-lista mætti í forföllum Halldóru Hauksdóttur.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista og Valdís Anna Jónsdóttir varamaður hennar boðuðu forföll.

1.Sérfræðiþjónusta leik- og grunnskóla

2014020004

Lagt fram minnisblað Helgu Vilhjálmsdóttur forstöðumanns sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla og Guðrúnar Ólafíu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar dagsett 22. maí 2015 um þörf fyrir viðbótarmönnun í sérfræðiþjónustunni.
Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og vísar málinu til bæjarráðs.

2.Fjölskyldudeild - félagsþjónusta

2015060006

Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram minnisblað dagsett 29. maí 2015 um stöðu forstöðumanns í félagsþjónustu.
Velferðarráð samþykkir skipulagsbreytinguna og vísar málinu áfram til umfjöllunar í kjarasamninganefnd.

3.Fjölskyldudeild - einstaklingsmál 2015

2015010173

Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi og Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynntu málefni einstaklings.
Málefni einstaklinga eru vistuð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

4.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2015

2015010045

Framkvæmdastjórar ÖA, búsetudeildar og fjölskyldudeildar lögðu fram og kynntu rekstraryfirlit fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins.

5.Fundir Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV)

2015040217

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti fundargerð frá aðalfundi SFV þann 17. apríl sl. og fundargerðir varðandi viðræður um þjónustusamninga.

6.Heimsókn frá Embætti landlæknis til Öldrunarheimila Akureyrar

2015050191

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi í stuttu máli frá heimsókn landlæknis til ÖA þann 29. maí sl. Þar kynnti landlæknir sér stefnu og starfsemi ÖA ásamt því að skoða heimili í Austurbyggð og Lögmannshlíð. Með framkvæmdastjóra ÖA tóku þátt í fundinum með landlækni, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri Hlíðar, Unnur Harðardóttir forstöðumaður Austurhlíða, Þóra Sif Sigurðardóttir forstöðumaður Lögmannshlíðar og Heiðrún Björgvinsdóttir rekstrarstjóri ÖA.

7.Öldrunarheimili Akureyrar - gjafir

2014110182

Framkvæmdastjóri ÖA Halldór Sigurður Guðmundsson greindi frá að í tilefni Gleðidaga eða opins húss á ÖA dagana 29. og 30. maí hafi hann veitt viðtöku lista- og hugverkum frá Jóhanni Ingimarssyni (Nóa), íbúa í Víðihlíð. Nói hefur fært ÖA að gjöf fjögur verk eftir sig, verkið "Gosið" í anddyri Hlíðar ásamt hönnun á borði og hillum þar, útilistaverkið "Sól og Máni" sem er í suðurgarði Hlíðar, verkið "Hringur" í anddyri Hlíðar og síðan verkið "Tengsl" sem afhent var á Gleðidögunum og er á veggjum í Kaffi Sól.
Velferðarráð felur framkvæmdastjóra að færa Jóhanni Ingimarssyni, Nóa, bestu þakkir fyrir höfðinglegar gjafir til Öldrunarheimila Akureyrar.

8.Sjúkrahúsið á Akureyri - þjónusta öldrunarlækna

2013120021

Framkvæmdastjóri ÖA Halldór Sigurður Guðmundsson gerði grein fyrir samráðsfundi með fulltrúum Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og erindi sem sent hefur verið til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) í kjölfar samráðsfundarins þar sem leitað er eftir samstarfi ÖA, SAk og HSN.

9.CONNECT - verkefnið

2014060231

Framkvæmdastjóri ÖA Halldór Sigurður Guðmundsson kynnti stuttlega og sýndi myndband frá norsku fyrirtæki sem hefur þróað búnað sem nýttur er við líkamsþjálfun eldra fólks og er tengdur við myndupptökur af nærumhverfi og æskuslóðum.

10.Fundaáætlun velferðarráðs

2015060008

Lögð fram til kynningar fyrstu drög að fundaáætlun haustið 2015. Rætt var um áherslur og efnisflokka.

11.Félagsdómur - Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) og Samninganefnd sveitarfélaga (SNS)

2015010253

Lögð fram til kynningar niðurstaða Félagsdóms frá 20. maí 2015 í máli SLFÍ og SNS.

Fundi slitið - kl. 15:45.