Velferðarráð

1300. fundur 08. maí 2019 kl. 14:00 - 15:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Róbert Freyr Jónsson varaformaður
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigríður Inga Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs
  • Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir
Dagskrá
Sigríður Inga Pétursdóttir M-lista mætti í forföllum Sigrúnar Elvu Briem.
Sif Sigurðardóttir S-lista mætti í forföllum Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.

1.Mótmæli til velferðarráðs vegna synjunar matshóps búsetusviðs um akstursþjónustu allan ársins hring

Málsnúmer 2019040458Vakta málsnúmer

Afgreiðsla máls færð í trúnaðarmálabók.

2.Fjölsmiðjan - erindi til velferðarráðs um launagreiðslur ungs fólks

Málsnúmer 2019050116Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Erlingi Kristjánssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar á Akureyri þar sem óskað er eftir viðræðum um að teknar verði upp launagreiðslur með öllum réttindum til þeirra sem þar stunda vinnu.

Erlingur Kristjánsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Akureyri sat fundinn undir þessum lið og kynnti hugmyndir sínar.
Velferðarráð felur Karólínu Gunnarsdóttur settum sviðsstjóra fjölskyldusviðs og Erlingi Kristjánssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar að kostnaðarmeta og vinna málið áfram.

3.Byggingar fyrir fatlað fólk í fyrirhuguðu deiliskipulagi

Málsnúmer 2019050123Vakta málsnúmer

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs kynnti formlegt erindi til skipulagsráðs Akureyrarbæjar, samantekt varðandi nauðsyn þess að gert sé ráð fyrir byggingum fyrir fatlað fólk með verulegar stuðningsþarfir í fyrirhuguðu deiliskipulagi Akureyrarbæjar.

4.Úrræði fyrir börn með félagslegar sérþarfir

Málsnúmer 2019030233Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísaði á fundi sínum þann 27. mars sl. eftirfarandi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa til frístundaráðs og velferðarráðs:

Sesselia Úlfarsdóttir, Erla Ösp Ingvarsdóttir og Heiða Hermannsdóttir komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Vildu minna á mikilvægi þess að halda áfram að reka úrræði á sumrin fyrir börn með félagslegar sérþarfir 10 ára og eldri, sambærilegt því sem Kapparnir hafa verið að gera fyrir 7 - 9 ára börn. Hafa miklar áhyggjur af því hvað gerist ef ekki verður haldið áfram með þessa þjónustu. Benda á að það mætti fylgjast betur með því hvernig þjónustu við börn með sérþarfir er sinnt í sumarstarfi hjá íþróttafélögunum. Vilja meina að þar sé pottur brotinn.
Velferðarráð telur mikilvægt að fötluð börn eigi sömu möguleika og önnur börn til að sækja frístundaþjónustu. Þessi mál hafa verið til skoðunar og sviðsstjórum búsetu- og fjölskyldusviðs falið að vinna að varanlegri lausnum.

5.Þekkingarmiðlun og viðurkenningar

Málsnúmer 2019050125Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað ritað 6. maí 2019 um vangaveltur varðandi þekkingarmiðlun á sviði velferðarþjónustu bæjarins. Hluti af því væri kynning og hvatning eða viðurkenningar varðandi þjónustuna og nýbreytni, alúð og þróun á starfsemi sviðsins.

Halldór Sigurður Guðmundsson forstöðumaður ÖA sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð Akureyrar samþykkir að skipaður verði undirbúningshópur sem hefur það verkefni að afla frekari upplýsinga og móta tillögur að markmiðum og vinnulagi.

6.Málefni í vinnslu og gögn frá SFV

Málsnúmer 2015040217Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla, fundargerð og ályktun frá aðalfundi SFV-samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sem haldinn var 1. apríl 2019.

Halldór Sigurður Guðmundsson forstöðumaður ÖA sat fundinn undir þessum lið og kynnti einnig stöðu í viðræðum um endurnýjun rammasamnings við Sjúkratryggingar Íslands.

Fundi slitið - kl. 15:30.