Bæjarráð

3412. fundur 08. maí 2014 kl. 09:00 - 10:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Logi Már Einarsson
 • Sigurður Guðmundsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Úrskurður innanríkisráðuneytis í máli Snorra Óskarssonar

Málsnúmer 2012020128Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að bera úrskurð ráðuneytisins undir dómstóla. 

2.Byggðastofnun - umsóknir í verkefnið Brothættar byggðir

Málsnúmer 2014040240Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að umsóknum um þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir fyrir Hrísey og Grímsey.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að umsóknum.

3.Kríunes við Lambhagaveg í Hrísey - forkaupsréttur á húsnæði ríkisins

Málsnúmer 2014040194Vakta málsnúmer

Erindi dags. 22. apríl 2014 frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem fram kemur að Jarðeignir ríkisins eru að skoða framtíð húseigna Ríkissjóðs Íslands við Kríunes við Lambhagaveg í Hrísey. Spurt er hvort Akureyrarkaupstaður hafi áhuga á að hafa forkaupsrétt í hæsta tilboð eftir að niðurstöður útboðs Ríkiskaupa liggja fyrir, sbr. ákvæði 10. gr. lóðarleigusamnings landbúnaðarráðuneytisins og hreppsnefndar Hríseyjarhrepps, dags. 17. maí 2002.

Bæjarráð samþykkir að afmörkuð verði sérstök lóð fyrir mannvirkin.

Bæjarráð telur ekki tímabært að bregðast við að taka afstöðu til forkaupsréttar fyrr en kauptilboð liggur fyrir í eignirnar.

4.Landskerfi bókasafna hf - aðalfundur 2014

Málsnúmer 2012050086Vakta málsnúmer

Erindi dags. 28. apríl 2014 frá Sveinbjörgu Sveinsdóttur framkvæmdastjóra f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 13. maí nk. að Katrínartúni 2 í Reykjavík 2. hæð kl. 15:00.

Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

5.Tækifæri hf - aðalfundur 2014

Málsnúmer 2014040234Vakta málsnúmer

Erindi dags. 29. apríl 2014 frá Jóni Steindóri Árnasyni framkvæmdastjóra Tækifæris hf þar sem hann fyrir hönd Tækifæris hf boðar til aðalfundar miðvikudaginn 14. maí nk. sem haldinn verður á 3ju hæð að Strandgötu 3, Akureyri og hefst kl. 15:00.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

6.Sveitarstjórnarkosningar 2014

Málsnúmer 2014010075Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 29. apríl 2014 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi sveitarstjórnarkosninga þann 31. maí nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað verði skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Gerð er tillaga um að á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og að í Grímsey verði kjörstaður í Hreppshúsinu. Lagt er til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri, Hrísey og Grímsey. Þá hefur kjörstjórn ennfremur ákveðið að leggja til við bæjarráð að kjörfundur standi frá klukkan 09:00 til 22:00 á Akureyri, Hrísey og Grímsey. Óskar kjörstjórn eftir því við bæjarráð að ofangreindar tillögur verði samþykktar.

Bæjarráð samþykkir tillögur kjörstjórnar Akureyrar.

7.Yrkjusjóður - ósk um stuðning

Málsnúmer 2014040237Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 30. apríl 2014 frá Yrkjusjóði þar sem óskað er eftir kr. 150.000 í styrk til að halda áfram starfi Yrkjusjóðs sem kaupir og úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna samkvæmt umsóknum skólanna.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

8.Vinabæjamót - Kontaktsmandsmøde 2014 - Álasund

Málsnúmer 2014040039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 7. apríl 2014 frá borgarstjóranum í Álasundi þar sem fulltrúum Akureyrarkaupstaðar er boðið á tenglamót (Kontaktmandsmøde) í Álasundi dagana 11.- 13. júní nk.

Bæjarráð samþykkir að formaður bæjarráðs, bæjarstjóri og Ólafur Jónsson bæjarfulltrúi, ásamt mökum verði fulltrúar Akureyrarkaupstaðar á tenglamótinu í Álasundi.

9.Sjúkrahúsið á Akureyri - þjónusta öldrunarlækna

Málsnúmer 2013120021Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 23. apríl 2014:
Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdstjóri ÖA gerði grein fyrir viðræðum og drögum að endurnýjuðum samningi við Sjúkrahúsið á Akureyri, um þjónustu lækna við ÖA. Fram kom að samningsgreiðslur muni hækka (um ca. 2,3 milljónir króna á ári) og gera þurfi ráð fyrir að gildandi fjárhagsáætlun ársins 2014 raskist sem því nemur.
Félagsmálaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

10.Golfklúbbur Akureyrar - viðræður um lokagreiðslu

Málsnúmer 2013120143Vakta málsnúmer

Skipun viðræðunefndar um lokagreiðslu til Golfklúbbs Akureyrar vegna uppbyggingar- og framkvæmdasamnings.

Bæjarráð skipar bæjarfulltrúana Geir Kristinn Aðalsteinsson og Guðmund Baldvin Guðmundsson ásamt bæjarstjóra sem fulltrúa Akureyrarbæjar í viðræðunefndina.

11.Bæjarsjóður - yfirlit um rekstur 2014

Málsnúmer 2014050012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til mars 2014.

Fundi slitið - kl. 10:45.