Velferðarráð

1216. fundur 07. október 2015 kl. 14:00 - 16:25 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Kolbeinn Aðalsteinsson fundarritari
Dagskrá

1.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - rekstrarúttekt

Málsnúmer 2015090082Vakta málsnúmer

Sigríður Huld Jónsdóttir formaður velferðarráðs og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynntu áformaða úttekt á málefnum aldraðra sem bæjarrráð ákvað að gert yrði.

2.Framtíðarþing um farsæla öldrun

Málsnúmer 2014030008Vakta málsnúmer

Lögð fram lokskýrsla og samantekt um Framtíðarþing um farsæla öldrun sem haldið var á Akureyri 18. maí 2015, ásamt tölvubréfi formanns Öldrunarráðs Íslands þar sem hann þakkar ánægjulega og árangursríka samvinnu og samveru á þinginu.
Í bréfi formanns Öldrunarráðs, er einnig lýst stuttlega áformum um kynningu og umfjöllun um þingið og niðurstöður þess. Hér á Akureyri hefur skýrslan verið send bæjarfulltrúum og í undirbúningi er kynningar- og umræðufundur (13. nóvember nk.) í samstarfi aðila sem stóðu að þinginu.
Velferðarráð þakkar samstarfið og árangursríkt þing.
Niðurstöður þingsins eru gagnlegar og munu nýtast við gerð velferðarstefnu Akureyrarbæjar sem framundan er og vísar ráðið skýrslunni til þeirrar vinnu. Jafnframt samþykkir ráðið að greiða kostnað við auglýsingu á kynningar- og umræðufundi sem áætlað er að halda 13. nóvember nk.

3.Stefna um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu

Málsnúmer 2015100006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stefna um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu sem unnin var af samráðshópi á vegum félags og húsnæðismálaráðherra. Stefnan er birt á heimasíðu ráðuneytisins og óskað eftir að umsagnir berist ráðuneytinu fyrir 15. október nk.
Velferðarráðuneytið hefur nú lagt fram stefnuskjal á sviði velferðartækni í félagsþjónustu.
Stefnuskjalið er afrakstur nefndarvinnu og aðkomu fjölmargra aðila og ætti að verða vegvísir og fyrirmynd að frekari úrfærslum hjá ríki, sveitarfélögum og einkaaðilum.
Flestum er ljóst að mikil tækifæri eru til að efla almennt og notendamiðaða velferðarþjónustu með aukinni tækni, nýjum aðferðum og úrræðum, sérstaklega á vettvangi nærþjónustu sveitarfélaga.
Stefnuskjal félags- og húsnæðismálaráðherra gefur tóninn fyrir spennandi tíma í endurmati velferðarþjónustunnar og þróun nýrrar og tæknilegrar velferðarþjónustu. Kjarnaþættir í þeirri framtíð eru samvinna, markviss undirbúningur sem byggir á þekkingu og lausnaleit, samhliða miðlun reynslu og mati á árangri.
Velferðarráð vonar og treystir því að metnaðarfulltri stefnu fylgi aðgengi að fjármagni til þróunar og tilraunastarfs. Jafnframt er nauðsynlegt að endurmeta ýmis ákvæði núgildandi laga á sviði félagsþjónustu t.d. vegna fjarvöktunar og notkunar nútímatækni til að efla sjálfsbjargir og sjálfstæði fólks.
Velferðarráð Akureyrar lýsir áhuga sínum til að vinna í takti við stefnuskjalið og taka þátt í að þróa nýjar aðferðir og faglegt starf innan velferðarþjónustunnar.

4.Frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra, 35. mál

Málsnúmer 2015090138Vakta málsnúmer

Máli vísað frá bæjarráði. Erindi dagsett 22. september 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra (uppfærsluréttur íbúðarréttar), 35. mál 2015.
Umsögn velferðarráðs Akureyrarkaupstaðar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og lögum um málefni aldraðra. 145. löggjafarþing 2015-2016, þingskjal 35, 35. mál.

Velferðarráð Akureyrarkaupstaðar fagnar frumvarpinu og telur að þær breytingar sem koma fram í frumvarpinu tryggi réttindi og stöðu þeirra sem búa í íbúðum sem reistar hafa verið af fasteignafélögum sem eru að stórum hluta í eigu sjóða sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.
Velferðarráð Akureyrarkaupstaðar styður frumvarpið og gerir ekki athugasemdir við það.

5.Frumvarp til laga um almanntryggingar, 3 mál

Málsnúmer 2015090127Vakta málsnúmer

Máli vísað frá bæjarráði. Erindi dagsett 21. september 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar, 3. mál 2015.
Umsögn velferðarráðs Akureyrarkaupstaðar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, 145. löggjafarþing 2015-2016, þingskjal 3, 3. mál.

Í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er lagt til að almannatryggingar fylgi þróun lágmarkslauna í samræmi við kjarasamninga og verði 300 þús. kr. árið 2018. Greiðslurnar fari stighækkandi til ársins 2018 með hliðstæðum hætti og lægstu laun samkvæmt kjarasamningum.
Velferðarráð tekur undir það sem fram kemur í greinargerð frumvarpsins þar sem hefur verið lagt til grundvallar að 300 þús. kr. séu hæfileg lágmarkslaun af því að það sé sú fjárhæð sem sé launafólki nauðsynleg til mannsæmandi framfærslu. Hið sama hlýtur að gilda um þá sem reiða sig á lífeyri almannatrygginga.
Velferðarráð Akureyrarkaupstaðar styður frumvarpið og gerir ekki athugasemdir við það.

6.Búsetudeild - ráðstefna the Gentle Teaching International conference

Málsnúmer 2014120158Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynntu stöðu undirbúnings vegna alþjóðlegrar ráðstefnu um þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching) sem haldin verður á Akureyri haustið 2016.
Ráðstefnan verður haldin 13.- 15. október 2016. Undirbúningshópur er að störfum og er heimasíða í vinnslu, http://gti2016.com/.

7.Sjúkrahúsið á Akureyri - þjónusta öldrunarlækna

Málsnúmer 2013120021Vakta málsnúmer

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA skýrði frá framlengingu á samningi ÖA við SAk um læknisþjónustu dagsett 27. ágúst 2015. Samningurinn gildir til eins árs eða til 31. ágúst 2016.

8.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2015

Málsnúmer 2015010045Vakta málsnúmer

Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lögðu fram rekstrayfirlit fyrir fyrstu átta mánuði ársins.

9.Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti

Málsnúmer 2015090018Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn og rifjaði upp reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti fulltrúa í nefndum.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna.

10.Fjölskyldudeild - einstaklingsmál 2015

Málsnúmer 2015010173Vakta málsnúmer

Katrín Árnadóttir félagsráðgjafi og Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynntu málefni einstaklings.
Málefni einstaklinga eru vistuð í trúnaðarbók velferðarráðs.

11.Samstarfsverkefni gegn heimilisofbeldi

Málsnúmer 2014120069Vakta málsnúmer

Áskell Örn Kárason forstöðumaður barnaverndar gerði grein fyrir stöðu mála varðandi samstarfsverkefni Akureyrarbæjar og Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra gegn heimilisofbeldi.

12.Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni 2015

Málsnúmer 2015050167Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 21. maí 2015 frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar þar sem óskað er eftir fjárstyrk til áframhaldandi reksturs nefndarinnar.
Velferðarráð samþykkir að styrkja Mæðrastyrksnefnd Akureyrar um kr. 250.000.

Fundi slitið - kl. 16:25.