Styrkveitingar samfélags- og mannréttindaráðs 2010

Málsnúmer 2010110089

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 76. fundur - 24.11.2010

Lagt fram yfirlit um veitta styrki á árinu 2010 ásamt yfirliti um styrkumsóknir í október sl.

Samfélags- og mannréttindaráð - 96. fundur - 02.11.2011

Unnið að gerð reglna um styrkveitingar og samninga vegna æskulýðs- og tómstundamála.

Samfélags- og mannréttindaráð - 98. fundur - 07.12.2011

Framhald vinnu við gerð reglna um styrkveitingar og samninga vegna æskulýðs- og tómstundamála.

Samfélags- og mannréttindaráð - 100. fundur - 18.01.2012

Framhald vinnu við gerð reglna um styrkveitingar og samninga vegna æskulýðs- og tómstundafélaga.

Samfélags- og mannréttindaráð - 101. fundur - 01.02.2012

Rætt um styrki og samninga við æskulýðs- og tómstundafélög.
Áskell Kárason f.h. Skákfélags Akureyrar og Margrét Th. Aðalgeirsdóttir, Ingimar Eydal og Júlíus Aðalsteinsson f.h. Skátafélagsins Klakks voru gestir fundarins undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar gestunum fyrir komuna og góðar umræður.

Samfélags- og mannréttindaráð - 102. fundur - 15.02.2012

Rætt um styrki og samninga við æskulýðs- og tómstundafélög.
Hörður Geirsson og Þórhallur Jónsson f.h. Áhugaljósmyndaklúbbs Akureyrar voru gestir fundarins undir þessum lið. Fulltrúar KFUM og KFUK boðuðu forföll en hafa fengið kynningu á efninu.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar gestunum fyrir komuna og góðar umræður.

Samfélags- og mannréttindaráð - 104. fundur - 21.03.2012

Áframhaldandi umræða og vinna við gerð reglna um styrkveitingar og samninga vegna æskulýðs- og tómstundafélaga.

Samfélags- og mannréttindaráð felur framkvæmdastjóra að hafa samband við þau æskulýðs- og tómstundafélög sem komið hafa á fundi ráðsins undanfarið og óska eftir samstarfi um að máta félögin við þau drög að reglum sem liggja fyrir.

Samfélags- og mannréttindaráð - 105. fundur - 18.04.2012

Farið yfir innkomnar upplýsingar frá Áhugaljósmyndaklúbbi Akureyrar, KFUM og KFUK, Skákfélagi Akureyrar og Skátafélaginu Klakki með hliðsjón af fyrirliggjandi drögum að úthlutunarreglum vegna styrkveitinga og samninga á vegum samfélags- og mannréttindaráðs.

Samfélags- og mannréttindaráð felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 106. fundur - 09.05.2012

Áframhaldandi umræður og vinna við gerð reglna um styrkveitingar og samninga vegna æskulýðs- og tómstundafélaga.

Samfélags- og mannréttindaráð - 107. fundur - 16.05.2012

Áframhaldandi umræður og vinna við gerð reglna um styrkveitingar og samninga vegna æskulýðs- og tómstundafélaga.

Samfélags- og mannréttindaráð - 108. fundur - 06.06.2012

Lögð fram drög að reglum um rekstrarsamninga og styrki við æskulýðs- og tómstundafélög.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir reglurnar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 118. fundur - 12.12.2012

Lagðir fram samningar við Áhugaljósmyndaklúbb Akureyrar, KFUM og KFUK, Skákfélag Akureyrar og Skátafélagið Klakk.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir samningana.

Samfélags- og mannréttindaráð - 119. fundur - 21.01.2013

Tekinn fyrir að nýju samningur sem til stendur að gera við Skátafélagið Klakk um styrk fyrir árin 2013-2014. Gera þarf breytingar á ákvæði um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Jafnframt samþykkir ráðið að veita Skátafélaginu Klakki styrk að upphæð kr. 450.000 vegna ársins 2012.

Samfélags- og mannréttindaráð - 135. fundur - 06.11.2013

Lögð fram tillaga að viðauka við samning við KFUM og KFUK sem samþykktur var í samfélags- og mannréttindaráði í desember 2012.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir viðaukann.

Samfélags- og mannréttindaráð - 154. fundur - 16.10.2014

Rætt um auglýsingu á styrkjum haustið 2014.
Upplýsingar um fjárhagsstöðu lagðar fram.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að auglýsa styrki.

Samfélags- og mannréttindaráð - 156. fundur - 20.11.2014

Lagt var fram yfirlit um umsóknir um styrki ráðsins, sem auglýstir voru í október sl.

Samfélags- og mannréttindaráð - 163. fundur - 19.03.2015

Lagðar fram reglur um styrkveitingar Akureyrarbæjar frá desember 2012 og forsendur samfélags- og mannréttindaráðs vegna styrkja til æskulýðs- og tómstundafélaga, sem samþykktar voru 6. júní 2012.

Einnig var lagt fram minnisblað um samninga sem gerðir voru og runnu út í árslok 2014 og kynnt fylgiskjal með þeim samningum.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að afla upplýsinga og hefja viðræður vegna endurnýjunar samninga.

Samfélags- og mannréttindaráð - 163. fundur - 19.03.2015

Rætt um auglýsingu um almenna styrki vorið 2015. Samvinna hefur verið við félagsmálaráð um auglýsingu.
Samfélags og mannréttindaráð samþykkir að auglýst verði eftir umsóknum um styrki ráðsins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 169. fundur - 10.09.2015

Lögð voru fram gögn sem bárust í tölvupósti 24. febrúar og 12. júní frá Herði Geirssyni fyrrverandi formanni og Ármanni Kolbeinssyni formanni Áhugaljósmyndaklúbbs Akureyrar. Óskað er eftir nýjum samningi við félagið í stað samnings sem runninn er út.
Einnig var lagt fram stigamat samkvæmt reglum ráðsins.
Ráðið getur ekki orðið við erindinu þar sem starfið virðist falla illa að reglum ráðsins. Framkvæmdastjóra falið að ræða við forsvarsmenn félagsins um samvinnu og möguleika á stuðningi Akureyrarbæjar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 171. fundur - 01.10.2015

Rætt var um samninga og styrki og reglur ráðsins þar um. Framkvæmdastjóri greindi frá umræðum við fulltrúa Félags eldri borgara, Ljósmyndaklúbbsins Álku og fleiri.