Samfélags- og mannréttindaráð

119. fundur 21. janúar 2013 kl. 17:00 - 19:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson varaformaður
  • Brynjar Davíðsson
  • Heimir Haraldsson
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
  • Regína Helgadóttir
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Katrín Björg Ríkarðsdóttir katrinb@akureyri.is
Dagskrá
Brynjar Davíðsson L-lista mætti í forföllum Hlínar Bolladóttur, Jóhann Gunnar Sigmarsson A-lista mætti í forföllum Önnu Hildar Guðmundsdóttur og Elías Gunnar Þorbjörnsson D-lista mætti í forföllum Maríu Hólmfríðar Marinósdóttur.

1.Veitingastaðir - aldursmörk við sölu áfengis

Málsnúmer 2012121095Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 13. desember 2012 vísaði bæjarráð 3. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags 29. nóvember 2012 til samfélags- og mannréttindaráðs:
Vilhjálmur G. Kristjánsson, Vestursíðu 5, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Hann lýsti áhyggjum sínum með að aldurstakmörk við sölu áfengis virðast ekki alltaf virt á veitingastöðum bæjarins. Hann spyr hvort bærinn geti beitt sér í þeim málum. Hann kom á fundinn sem stjórnarmaður í Forma í Menntaskólanum á Akureyri.

Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn var gestur fundarins undir þessum lið og upplýsti um vinnubrögð lögreglunnar við eftirlit á vínveitingastöðum.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Daníel fyrir komuna. Ráðið vill taka fram að Sýslumannsembættið á Akureyri gefur út áfengisveitingaleyfi og Akureyrarbær er einungis umsagnaraðili.

2.Ungmenna-Hús 2012

Málsnúmer 2012050032Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 9. maí 2012 skipaði samfélags- og mannréttindaráð vinnuhóp um mótun framtíðarsýnar fyrir Ungmenna-Húsið. Tillögur hópsins voru lagðar fram.
Kristján Bergmann Tómasson umsjónarmaður Ungmenna-Húss sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Kristjáni fyrir komuna og telur brýnt að styðja enn betur við starfsemi Ungmenna-Hússins.

3.Styrkveitingar samfélags- og mannréttindaráðs

Málsnúmer 2010110089Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir að nýju samningur sem til stendur að gera við Skátafélagið Klakk um styrk fyrir árin 2013-2014. Gera þarf breytingar á ákvæði um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Jafnframt samþykkir ráðið að veita Skátafélaginu Klakki styrk að upphæð kr. 450.000 vegna ársins 2012.

4.Kvennasmiðja - samningur við Starfsendurhæfingu Norðurlands

Málsnúmer 2008080086Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Starfsendurhæfingar Norðurlands um kvennasmiðju á haustönn 2012.

5.Æskulýðs- og tómstundastarf - viðurkenningar

Málsnúmer 2012090258Vakta málsnúmer

Lögð lokahönd á gerð reglna samfélags- og mannréttindaráðs um veitingu viðurkenninga fyrir framúrskarandi æskulýðs- og tómstundastarf.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir reglurnar.  Heimir Haraldsson og Anna Hildur Guðmundsdóttir verða fulltrúar samfélags- og mannréttindaráðs í valnefnd og óskað er eftir tilnefningum frá ungmennaráði, félagsmálaráði og Félagi eldri borgara.

Fundi slitið - kl. 19:00.