Samfélags- og mannréttindaráð

154. fundur 16. október 2014 kl. 14:00 - 15:35 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Jón Gunnar Þórðarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergljót Jónasdóttir
  • Sigríður Stefánsdóttir fundarritari
Dagskrá
Eiður Arnar Pálmason S-lista og Vilberg Helgason V-lista boðuðu forföll sín og varamanna sinna.
Jón Gunnar Þórðarson mætti í forföllum Hlínar Garðarsdóttur áheyrnarfulltrúa Æ-lista.

1.Samfélags- og mannréttindadeild - starfsemi

Málsnúmer 2014090066Vakta málsnúmer

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála mætti á fundinn og kynnti starfssemi Punktsins og félagsstarf eldri borgara í Víðilundi og Bugðusíðu.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Bergljótu góða kynningu.

2.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2014

Málsnúmer 2014080018Vakta málsnúmer

Formaður ráðsins sagði frá landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn var í Reykjavík 18. og 19. september 2014.
Erindi á fundinum má sjá á: http://reykjavik.is/frettir/landsfundur-jafnrettisnefnda-2014

3.Styrkveitingar samfélags- og mannréttindaráðs

Málsnúmer 2010110089Vakta málsnúmer

Rætt um auglýsingu á styrkjum haustið 2014.
Upplýsingar um fjárhagsstöðu lagðar fram.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að auglýsa styrki.

Fundi slitið - kl. 15:35.