Samfélags- og mannréttindaráð

76. fundur 24. nóvember 2010 kl. 16:30 - 17:35 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Brynjar Davíðsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Styrkveitingar samfélags- og mannréttindaráðs 2010

Málsnúmer 2010110089Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit um veitta styrki á árinu 2010 ásamt yfirliti um styrkumsóknir í október sl.

2.Hamrar - umsókn um styrk vegna útilífsskóla 2010

Málsnúmer 2010050092Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 10. maí 2010 frá Tryggva Marinóssyni f.h. Hamra útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 900.000 vegna útilífsskóla.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita Hömrum útilífs- og umhverfismiðstöð styrk að upphæð kr. 500.000 vegna útilífsskóla.

3.Femínistafélag Íslands - styrkbeiðni 2010

Málsnúmer 2010060105Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 28. maí 2010 frá Thomas Brorsen Smidt f.h. Femínistafélags Íslands þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 40.000 vegna átaksins Karlmenn segja NEI við nauðgunum.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita Femínistafélagi Íslands styrk að upphæð kr. 40.000 vegna átaksins Karlmenn segja NEI við nauðgunum.

4.Mannréttindaskrifstofa Íslands - styrkbeiðni 2010

Málsnúmer 2010100132Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 20. október 2010 frá Steinunni Björk Bjarkardóttur Pieper f.h. Mannréttindaskrifstofu Íslands þar sem óskað er eftir framlögum til auglýsingaherferðar gegn hverskyns mismunun.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita Mannréttindaskrifstofu Íslands styrk að upphæð kr. 25.000 vegna auglýsingaherferðar gegn hverskyns mismunun.

5.St. Georgsgildið Kvistur - styrkbeiðni 2010

Málsnúmer 2010100141Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 22. október 2010 frá Hrefnu Hjálmarsdóttur f.h. St. Georgsgildisins Kvists þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins Út í veröld bjarta, sem verður helgað minningu Tryggva Þorsteinssonar skólastjóra og skátaforingja á Akureyri.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita St. Georgsgildinu Kvisti styrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins Út í veröld bjarta.

Anna Hildur Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

6.MC Nornir, mótorhjólaklúbbur - styrkbeiðni 2010-2011

Málsnúmer 2010100166Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 25. október 2010 frá Vilborgu Daníelsdóttur f.h. MC Norna, mótorhjólaklúbbs þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 100.000 til áframhaldandi forvarnastarfs unglingadeildar klúbbsins í vetur og næsta sumar.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita MC Nornum styrk að upphæð kr. 50.000 til forvarnastarfs unglingadeildar.

7.Elvar Már Sigurðsson - styrkbeiðni 2010

Málsnúmer 2010100167Vakta málsnúmer

Umsókn móttekið 27. október 2010 frá Elvari Má Sigurðssyni þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 2.200.000 vegna stofnunar köfunarskóla fyrir börn og fullorðna.

Samfélags- og mannréttindaráð getur því miður ekki orðið við erindinu. Ráðið telur verkefnið samt sem áður áhugavert og felur framkvæmdastjóra að ræða við umsækjanda um aðrar færar leiðir.

8.Áhugaljósmyndaklúbbur Akureyrar - styrkbeiðni 2010

Málsnúmer 2010110003Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 27. október 2010 frá Herði Geirssyni f.h. Áhugaljósmyndaklúbbs Akureyrar þar sem sótt er um rekstrarstyrk að upphæð kr. 500.000 vegna húsaleigu í Kaupvangsstræti 12.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita Áhugaljósmyndaklúbbi Akureyrar styrk að upphæð kr. 300.000 vegna húsaleigu.

9.Vinnuhópur um kynjasamþættingu - spurningalisti

Málsnúmer 2008090024Vakta málsnúmer

Í samræmi við jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er starfandi vinnuhópur um tilraunaverkefni í kynjasamþættingu. Í hópnum sitja starfsmenn bæjarins sem sóttu námskeið um kynjasamþættingu fyrr á árinu. Lagður var fram spurningalisti sem hópurinn hefur útbúið og áætlað er að senda forsvarsfólki íþróttafélaganna KA og Þórs. Tilgangurinn er annars vegar að safna kyngreindum upplýsingum og hins vegar að móta fyrirmynd að kynjuðum úttektum sem stefnt er að gera hjá þeim félagasamtökum sem njóta styrkja frá Akureyrarbæ.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir listann og óskar eftir því við íþróttaráð að það fjalli einnig um hann. Ráðið telur mikilvægt að boðið verði upp á fleiri námskeið um kynjasamþættingu fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa bæjarins og hvetur karlmenn sérstaklega til þátttöku.

10.Jafnréttisáætlanir stofnana Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2008090024Vakta málsnúmer

Í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um að allir vinnustaðir bæjarins þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skuli gera jafnréttisáætlanir í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Lagðar voru fram til kynningar áætlanir Framkvæmdamiðstöðvar, leikskólanna og Tónlistarskólans.

Samfélags- og mannréttindaráð hvetur þær stofnanir bæjarins sem ekki hafa lokið vinnu við jafnréttisáætlanir sínar að gera það hið fyrsta.

Fundi slitið - kl. 17:35.