Vinnuhópur um kynjasamþættingu - spurningalisti

Málsnúmer 2008090024

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 76. fundur - 24.11.2010

Í samræmi við jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er starfandi vinnuhópur um tilraunaverkefni í kynjasamþættingu. Í hópnum sitja starfsmenn bæjarins sem sóttu námskeið um kynjasamþættingu fyrr á árinu. Lagður var fram spurningalisti sem hópurinn hefur útbúið og áætlað er að senda forsvarsfólki íþróttafélaganna KA og Þórs. Tilgangurinn er annars vegar að safna kyngreindum upplýsingum og hins vegar að móta fyrirmynd að kynjuðum úttektum sem stefnt er að gera hjá þeim félagasamtökum sem njóta styrkja frá Akureyrarbæ.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir listann og óskar eftir því við íþróttaráð að það fjalli einnig um hann. Ráðið telur mikilvægt að boðið verði upp á fleiri námskeið um kynjasamþættingu fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa bæjarins og hvetur karlmenn sérstaklega til þátttöku.

Samfélags- og mannréttindaráð - 76. fundur - 24.11.2010

Í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um að allir vinnustaðir bæjarins þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skuli gera jafnréttisáætlanir í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Lagðar voru fram til kynningar áætlanir Framkvæmdamiðstöðvar, leikskólanna og Tónlistarskólans.

Samfélags- og mannréttindaráð hvetur þær stofnanir bæjarins sem ekki hafa lokið vinnu við jafnréttisáætlanir sínar að gera það hið fyrsta.

Íþróttaráð - 84. fundur - 08.12.2010

9. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 24. nóvember 2010:
Í samræmi við jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er starfandi vinnuhópur um tilraunaverkefni í kynjasamþættingu. Í hópnum sitja starfsmenn bæjarins sem sóttu námskeið um kynjasamþættingu fyrr á árinu. Lagður var fram spurningalisti sem hópurinn hefur útbúið og áætlað er að senda forsvarsfólki íþróttafélaganna KA og Þórs. Tilgangurinn er annars vegar að safna kyngreindum upplýsingum og hins vegar að móta fyrirmynd að kynjuðum úttektum sem stefnt er að því að gera hjá þeim félagasamtökum sem njóta styrkja frá Akureyrarbæ.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir listann og óskar eftir því við íþróttaráð að það fjalli einnig um hann.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mætti á fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð fagnar gerð spurningalistans og leggur til að framkvæmdastjóri íþróttadeildar vinni að frekari útfærslu hans með samfélags- og mannréttindadeild og í samráði við Íþróttabandalag Akureyrar og íþróttafélögin KA og Þór.

Samfélags- og mannréttindaráð - 78. fundur - 12.01.2011

Farið yfir stöðu verkefna í Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar og rætt um endurskoðun stefnunnar.

Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í endurskoðun jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Bæjarstjórn - 3296. fundur - 18.01.2011

4. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 12. janúar 2011:
Farið yfir stöðu verkefna í Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar og rætt um endurskoðun stefnunnar.
Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í endurskoðun jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu samfélags- og mannréttindaráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 83. fundur - 16.03.2011

Samfélags- og mannréttindaráð hefur hafið vinnu við endurskoðun á jafnréttisstefnu bæjarins. Á fundinum var rætt um hvaða áhersluatriði úr Jafnréttissáttmála Evrópu eigi að velja inn í stefnuna.
Sáttmálann má nálgast á http://www.samband.is/media/althjodamal/Jafnrettissatmali.pdf

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti að velja afnám staðalímynda og samþættingu kynjasjónarmiða sem áhersluatriði úr Jafnréttissáttmála Evrópu og óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 83. fundur - 16.03.2011

Í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um að allir vinnustaðir bæjarins þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skuli gera jafnréttisáætlanir í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Lagðar voru fram til kynningar áætlanir Heilsugæslustöðvar og Öldrunarheimila.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar þessum tveimur jafnréttisáætlunum og hvetur þær stofnanir sem ekki hafa lokið vinnu við gerð jafnréttisáætlana að gera það sem fyrst.

Bæjarstjórn - 3301. fundur - 05.04.2011

2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 16. mars 2011:
Samfélags- og mannréttindaráð hefur hafið vinnu við endurskoðun á jafnréttisstefnu bæjarins. Á fundinum var rætt um hvaða áhersluatriði úr Jafnréttissáttmála Evrópu eigi að velja inn í stefnuna.
Sáttmálann má nálgast á http://www.samband.is/media/althjodamal/Jafnrettissatmali.pdf
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti að velja afnám staðalímynda og samþættingu kynjasjónarmiða sem áhersluatriði úr Jafnréttissáttmála Evrópu og óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir bókun samfélags- og mannréttindaráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 88. fundur - 01.06.2011

Í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um að allir vinnustaðir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skuli gera jafnréttisáætlanir í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Jafnréttisáætlun búsetudeildar verður lögð fram til kynningar.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar jafnréttisáætluninni og hvetur þær stofnanir sem ekki hafa lokið vinnu við gerð jafnréttisáætlana að gera það sem fyrst.

Samfélags- og mannréttindaráð - 89. fundur - 15.06.2011

Í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um að allir vinnustaðir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skuli gera jafnréttisáætlanir í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Jafnréttisáætlanir Brekkuskóla, Giljaskóla, Glerárskóla og Oddeyrarskóla voru lagðar fram til kynningar.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar þessum fjórum áætlunum og hvetur þær stofnanir sem enn hafa ekki lokið vinnu við gerð jafnréttisáætlana til að gera það sem fyrst.

Stjórnsýslunefnd - 4. fundur - 22.06.2011

Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisráðgjafi kom á fundinn og kynnti drög að endurskoðaðri jafnréttisstefnu fyrir Akureyrarbæ.

Stjórnsýslunefnd þakkar Katrínu Björgu fyrir kynninguna.

Félagsmálaráð - 1125. fundur - 22.06.2011

Endurskoðun jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir verkefni er varða kynbundið ofbeldi.

Félagsmálaráð ákvað að endurskoða framkvæmdaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum og að sú endurskoðun liggi fyrir í ársbyrjun 2012.

Skólanefnd - 25. fundur - 12.09.2011

Formaður bauð nýja fulltrúa leikskólakennara og grunnskólakennara velkomna.
Skólanefnd samþykkti að fresta 5. lið til næsta fundar vegna veikinda leikskólafulltrúa.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisfulltrúi mætti á fundinn og lagði fram tillögu að verkefni í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar sem snýr að skólunum og skólastjórum og fræðslustjóra er ætlað að bera ábyrgð á.

Skólanefnd samþykkir að fela jafnréttisfulltrúa og fræðslustjóra að koma með tillögu að framkvæmd verkefnis í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar fyrir næsta fund.

Skólanefnd - 27. fundur - 03.10.2011

Á fundi sínum þann 12. september 2011 samþykkti skólanefnd að fela fræðslustjóra og jafnréttisfulltrúa að koma með tillögu að framkvæmd verkefnis sem snýr að leik- og grunnskólum í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar. Fyrirliggjandi tillaga hljóðar svo:
"Menntun og skólastarf.
Í nýjum námskrám fyrir leikskóla og grunnskóla er jafnrétti skilgreint sem einn þeirra grunnþátta sem menntun skal byggja á. Jafnrétti skal því birtast í inntaki námsgreina og námssviða aðalnámskrár, í hæfni nemenda, námsmati, skólanámskrá og innra mati skóla. Leikskólar og grunnskólar bæjarins hafa sett sér jafnréttisáætlanir þar sem kveðið er á um jafnrétti í skólastarfi.
Verkefni: Leikskólar og grunnskólar skulu vinna að jafnréttismálum í samræmi við lög og reglugerðir. Jafnréttisáætlanir skulu endurskoðaðar reglulega. Settur verður á laggirnar vinnuhópur sem hefur það verkefni að skilgreina þau viðmið sem nota skal við mat á stöðu jafnréttismála í skólunum sem og hvernig standa skuli að mati.
Ábyrgð: Skólastjórar, fræðslustjóri.
Áfangar: Vinnuhópur skal ljúka störfum í lok maí 2012. Í sjálfsmatsskýrslum skóla skal með reglubundnum hætti gera grein fyrir stöðu jafnréttismála út frá þeim viðmiðum sem sett verða."

Skólanefnd samþykkir tillöguna.

Samfélags- og mannréttindaráð - 97. fundur - 16.11.2011

Kynnt samantekt á svörum við spurningalista sem sendur var íþróttafélögunum KA og Þór sem liður í tilraunaverkefni um kynjasamþættingu.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar íþróttafélögunum fyrir þátttökuna. Ánægjulegt er að sjá að tímafjöldi vegna æfinga og æfingastaðir virðast sambærilegir milli kynja en heldur hallar á annað kynið þegar kemur að setu í nefndum og ráðum.

Íþróttaráð - 101. fundur - 24.11.2011

Katrín Björk Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar kynnti samantekt á svörum við spurningalista sem sendur var íþróttafélögunum KA og Þór sem liður í tilraunaverkefni um kynjasamþættingu.

Íþróttaráð þakkar Katrínu fyrir góða kynningu.