Bæjarstjórn

3301. fundur 05. apríl 2011 kl. 16:00 - 18:36 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Vilberg Hermannsson
Starfsmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Forseti bauð Helga Vilberg Hermannsson varabæjarfulltrúa A-lista velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.Afgreiðslur skipulagsstjóra

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 340. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 16. mars 2011. Fundargerðin er í 12 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 3., 4., 5., 6., 8. og 10. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

Bæjarstjórn staðfestir 1., 3., 4., 5., 6., 8. og 10. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 16. mars 2011 með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Afgreiðslur skipulagsstjóra

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 341. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 23. mars 2011. Fundargerðin er í 12 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 2., 3., 4., 5., 6., 7., 8., 10. og 11. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

Bæjarstjórn staðfestir 1., 2., 3., 4., 5., 6., 7., 8., 10. og 11. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 23. mars 2011 með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Afgreiðslur skipulagsstjóra

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 342. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 30. mars 2011. Fundargerðin er í 10 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 3., 4., 8., 9. og 10. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

Bæjarstjórn staðfestir 1., 3., 4., 8., 9. og 10. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 30. mars 2011 með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Samþykkt um skipulagsnefnd - endurskoðun

Málsnúmer 2011030109Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. mars 2011:
Fram var lögð tillaga frá skipulagsstjóra um nýja samþykkt um skipulagsnefnd unna í samráði við bæjarlögmann og formann skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra

Málsnúmer 2011030110Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. mars 2011:
Fram var lögð tillaga frá skipulagsstjóra um nýja samþykkt um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra unna í samráði við bæjarlögmann og formann skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Oddeyri suðurhluti. Reitur 6592 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2010090006Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. mars 2011:
Lögð var fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu á skipulagi götureitsins sbr. samþykkt skipulagsnefndar 15. september 2010. Til er húsakönnun á reitnum sem unnin var 1995.
Skipulagsnefnd samþykkir að akstursstefna á Hríseyjargötu verði til norðurs. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2008-2011 - endurskoðun

Málsnúmer 2008090024Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 16. mars 2011:
Samfélags- og mannréttindaráð hefur hafið vinnu við endurskoðun á jafnréttisstefnu bæjarins. Á fundinum var rætt um hvaða áhersluatriði úr Jafnréttissáttmála Evrópu eigi að velja inn í stefnuna.
Sáttmálann má nálgast á http://www.samband.is/media/althjodamal/Jafnrettissatmali.pdf
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti að velja afnám staðalímynda og samþættingu kynjasjónarmiða sem áhersluatriði úr Jafnréttissáttmála Evrópu og óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir bókun samfélags- og mannréttindaráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 - fyrri umræða

Málsnúmer 2010060060Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 31. mars 2011:
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2010.
Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte mættu á fundinn og skýrðu ársreikninginn.
Einnig sátu fundinn undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Hlín Bolladóttir, Inda Björk Gunnarsdóttir og Tryggvi Þór Gunnarsson.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Stefnuumræða í bæjarstjórn 2011 - stjórn Akureyrarstofu

Málsnúmer 2011030070Vakta málsnúmer

Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu.
Halla Björk Reynisdóttir bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu flutti skýrslu formanns.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

10.Atvinnumál - umræða um skýrslu starfshóps

Málsnúmer 2011020142Vakta málsnúmer

Umræða um skýrslu starfshóps um atvinnumál frá febrúar 2011.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 17. og 31. mars 2011
Stjórnsýslunefnd 16. mars 2011
Skipulagsnefnd 30. mars 2011
Framkvæmdaráð 18. mars og 1. apríl 2011
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 18. mars og 1. apríl 2011
Stjórn Akureyrarstofu 24. mars 2011
Skólanefnd 14., 21. og 24. mars 2011
Félagsmálaráð 9. og 23. mars 2011
Samfélags- og mannréttindaráð 16. mars 2011
Umhverfisnefnd 30. mars 2011
Kjarasamninganefnd 4. febrúar og 18. mars 2011

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is / Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:36.