Félagsmálaráð

1125. fundur 22. júní 2011 kl. 14:00 - 16:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Jóhann Ásmundsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Margrét Guðjónsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Framkvæmdastjóri búsetudeildar - ráðning

Málsnúmer 2011050001Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kynnti 12 umsóknir um starf framkvæmdastjóra búsetudeildar. Næsta skref er að taka viðtöl við þá umsækjendur sem metnir voru hæfastir til starfsins.

Bæjarstjóra og formanni félagsmálaráðs er falið að halda áfram með málið og ljúka því í samráði við ráðið á næsta fund 29. júní nk.

Jóhann Ásmundsson V-lista vék af fundi.

2.Samstarf Akureyrarbæjar og FSA í heilbrigðismálum

Málsnúmer 2011060066Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar kynntu hugmynd sem varð til á fundi bæjarstjóra og forstjóra FSA um formlegan samráðsvettvang Akureyrarbæjar og Sjúkrahússins á Akureyri um öldrunarrými og samstarf á víðari vettvangi í heilbrigðismálum.

Félagsmálaráð mun vinna að því að koma á æskilegu samstarfi á þessu sviði.

Bæjarstjóra er falið að vinna áfram að málinu.

3.Fjárhagserindi 2011 - áfrýjanir

Málsnúmer 2011010144Vakta málsnúmer

Snjólaug Jóhannesdóttir og Katrín Árnadóttir félagsráðgjafar á fjölskyldudeild ásamt Karólínu Gunnarsdóttur þjónustustjóra fjölskyldudeildar sátu fundinn undir þessum lið og kynntu áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanirnar og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

4.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2008-2011 - verkefni

Málsnúmer 2008090024Vakta málsnúmer

Endurskoðun jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir verkefni er varða kynbundið ofbeldi.

Félagsmálaráð ákvað að endurskoða framkvæmdaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum og að sú endurskoðun liggi fyrir í ársbyrjun 2012.

5.Heilsugæslustöðin á Akureyri - gjafir frá Lionsklúbbnum Ösp 2011

Málsnúmer 2011060025Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK sagði frá móttöku tölvuferðavoga fyrir ungbarnavernd sem Lionsklúbburinn Ösp gaf Heilsugæslustöðinni.
Félagsmálaráð þakkar Lionsklúbbnum Ösp fyrir góðar gjafir og felur framkvæmdastjóra að senda þakkarbréf.

6.Félagsmálaráð Akureyrar - sumarfrí

Málsnúmer 2011060086Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð tilkynnir að síðasti fundur fyrir sumarfrí verður haldinn 29. júní nk. Næsti fundur eftir orlof verður miðvikudaginn 10. ágúst nk.

Fundi slitið - kl. 16:30.