Samfélags- og mannréttindaráð

78. fundur 12. janúar 2011 kl. 16:30 - 18:50 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Heimir Haraldsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Guðlaug Kristinsdóttir
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Menntasmiðja kvenna 2010

Málsnúmer 2008080086Vakta málsnúmer

Umræður um framkvæmd á Menntasmiðju kvenna á haustönn 2010. Gestir fundarins undir þessum lið voru Sigrún Sigurðardóttir sem stýrði Menntasmiðju kvenna f.h. Starfsendurhæfingar Norðurlands og Þorbjörg Ásgeirsdóttir fulltrúi frá Félagi um menntasmiðjur og stundakennari við Menntasmiðju kvenna.
Guðlaug Kristinsdóttir mætti á fundinn kl. 16.45.
Anna Hildur Guðmundsdóttir mætti á fundinn kl. 17.00.

2.Menntasmiðja kvenna 2008-2012 - samningur við Starfsendurhæfingu Norðurlands

Málsnúmer 2008080086Vakta málsnúmer

Rætt um endurskoðun á samningi við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur Menntasmiðju kvenna. Málið var áður á dagskrá samfélags- og mannréttindaráðs 29. september 2010.
Guðlaug Kristinsdóttir mætti á fundinn kl. 16.45.
Anna Hildur Guðmundsdóttir mætti á fundinn kl. 17.00.

3.Forvarnastefna - endurskoðun 2010-2011

Málsnúmer 2010110033Vakta málsnúmer

Drög að endurskoðaðri forvarnastefnu fyrir Akureyrarbæ lögð fram til kynningar. Vinnuhópur hefur unnið að endurskoðuninni frá því í september 2010.

Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við vinnuhópinn að málið verði unnið áfram og einnig lokið við gerð aðgerðaáætlunar. Drög að forvarnastefnu verði send aftur til samfélags- og mannréttindaráðs að því loknu.

4.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2008-2011

Málsnúmer 2008090024Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu verkefna í Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar og rætt um endurskoðun stefnunnar.

Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í endurskoðun jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

5.Samfélags- og mannréttindaráð - fundaáætlun 2011

Málsnúmer 2011010036Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun til sumars.

Fundi slitið - kl. 18:50.