Braggaparkið - umsókn um styrk vegna reksturs

Málsnúmer 2020080881

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 80. fundur - 02.09.2020

Erindi frá Silju Hlín Magnúsdóttur og Eiríki Helgasyni fyrir hönd Braggaparksins þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna reksturs Braggaparksins, sem er sérhönnuð innanhússaðstaða til að iðka og æfa hjólabretti, hlaupahjól, línuskauta og BMX-hjól.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista sat hjá.