Aðstöðumál KFA og bogfimideildar Akurs

Málsnúmer 2019100333

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 65. fundur - 23.10.2019

Erindi dagsett 19. október 2019 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem vakin er athygli á því að Kraftlyftingafélag Akureyrar (KFA) og bogfimideild Akurs muni missa húsnæði sitt í mars á næsta ári. Félögin hafa haft aðsetur í Austursíðu 2 sem er í eigu Fasteignafélagsins Reita sem hefur nú selt húsnæðið og mun afhenda það nýjum eigendum í mars 2020.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála og framkvæmdastjóra ÍBA að kalla eftir frekari upplýsingum frá félögunum og koma fram með tillögu að lausn.

Frístundaráð - 74. fundur - 25.03.2020

Erindi, dagsett 27. febrúar 2020, frá Helga Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA þar sem ítrekað er fyrra erindi frá október 2019 þar sem óskað er eftir lausn á fyrirhuguðum húsnæðisvanda KFA og Akurs.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið erindinu þar sem Akureyrarbær hefur ekkert húsnæði aflögu fyrir starfsemi þessara félaga.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista sat hjá við afgreiðslu erindisins.

Frístundaráð - 77. fundur - 10.06.2020

Erindi dagsett 5. júní 2020 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem lögð er áhersla á að frístundaráð leiti allra leiða til að leysa í eitt skipti fyrir öll þann aðstöðuvanda sem steðjar að KFA og Bogfimideild Akurs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA, Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA, Grétar Skúli Gunnarsson formaður KFA, Hulda B. Waage (KFA) og Þorbergur Guðmundsson (KFA) sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð ítrekar bókun sína frá fundi ráðsins þann 27. mars sl. þar sem kemur fram að Akureyrarbær hefur ekkert húsnæði til umráða. Til að leysa húsnæðisvanda KFA til bráðabirgða samþykkir ráðið að fela forstöðumanni íþróttamála að ræða við Íþróttafélagið Þór um samnýtingu á lyftingaaðstöðu í Íþróttahöllinni.

Frístundaráð - 80. fundur - 02.09.2020

Erindi dagsett 20. ágúst 2020 frá Jóni Heiðari Jónssyni formanni Akurs þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu húsleigu bogfimideildar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA og Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2021.