Styrkir til aðildarfélaga ÍBA vegna faglegs starfs sbr. reiknilíkan (Matrixu)

Málsnúmer 2020050181

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 80. fundur - 02.09.2020

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram til kynningar afgreiðslu á eingreiðslustyrkjum til aðildarfélaga ÍBA árið 2020.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 96. fundur - 08.06.2021

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti úthlutun eingreiðslustyrkja til aðildarfélaga ÍBA 2021 skv. iðkendafjölda og reiknilíkani.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð fagnar þeim fjölda íþróttafélaga á Akureyri sem hafa náð því að fá viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag en fimm félög hafa náð þeim áfanga á þessu ári.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 10. fundur - 22.06.2022

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram minnisblað varðandi styrki í þjónustusamningum fyrir árið 2023 og úthlutun eingreiðslustyrkja til aðildarfélaga ÍBA 2022 skv. iðkendafjölda og reiknilíkani.


Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 33. fundur - 05.06.2023

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála leggur fram minnisblað varðandi styrki í þjónustusamningum fyrir árið 2024 og úthlutun eingreiðslustyrkja til aðildarfélaga ÍBA 2023 samkvæmt iðkendafjölda og reiknilíkani.

Áheyrnarfulltrúi: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA.
Lagt fram til kynningar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 36. fundur - 28.08.2023

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram uppfært minnisblað varðandi styrki í þjónustusamningum fyrir árið 2024 og úthlutun eingreiðslustyrkja til aðildarfélaga ÍBA 2023 samkvæmt iðkendafjölda og reiknilíkani. Eldra minnisblað var tekið fyrir á fundi ráðsins 5. júní sl.

Einnig lagt fram til umræðu minnisblað varðandi endurskoðun forsendna reiknilíkans frá 2019.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar. Minnisblaði varðandi endurskoðun forsenda reiknilíkans er vísað til fjárhagsáætlunargerðar ráðsins fyrir árið 2024.