Lýðheilsa ungs fólks á Akureyri

Málsnúmer 2018120001

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 45. fundur - 07.12.2018

Lagðar fram til kynningar og umræðu niðurstöður úr rannsókn Rannsóknar og greiningar vorið 2018 um lýðheilsu ungs fólks á Akureyri.

Einnig lögð fram fundargerð frá fundi um stöðu forvarna.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála, Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála og Helgi Bragason framkvæmdastjóra ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð lýsir yfir áhyggjum á því ástandi sem virðist vera að skapast á meðal ungmenna á Akureyri og sérstaklega í aldurshópnum 16 - 18 ára. Mikilvægt er að allir aðilar sem koma að málefnum þessa hóps standi saman til að tryggja heilsusamleg uppeldisskilyrði. Í þessu sambandi er foreldrasamfélagið í lykilhlutverki og vill frístundaráð brýna foreldra til að huga vel að þessum málum enda sýna niðurstöður að samvera barna og foreldra er að minnka en það er einn af lykilþáttum þess að halda börnum og ungmennum frá óheilbrigðum lifnaðarháttum.

Frístundaráð leggur áherslu á að þeim aðgerðartillögum sem koma fram í fundargerðinni frá fundi um stöðu forvarna verði fylgt eftir og óskar eftir upplýsingum um framgang aðgerða í lok janúar 2019. Mikilvægt er að samstarf þeirra aðila sem sátu fundinn þann 19. nóvember haldi áfram.
Fylgiskjöl:

Frístundaráð - 56. fundur - 16.05.2019

Niðurstöður úr könnun frá Rannsókn og greiningu um vímuefnanotkun meðal nemenda í 8.- 10. bekk frá því í febrúar sl. lagðar fram til kynningar.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð hvetur forvarna- og frístundadeild til að vinna áfram með niðurstöðurnar í samvinnu við skólastjórnendur.

Frístundaráð - 80. fundur - 02.09.2020

Ólafur Gunnarsson forvarna- og frístundaráðgjafi fór yfir helstu niðurstöður úr rannsókn Rannsóknar og greiningar á lýðheilsu ungs fólks á Akureyri.

Frístundaráð þakkar Ólafi fyrir góða kynningu.

Fræðsluráð - 36. fundur - 07.09.2020

Niðurstöður á rannsókninni Ungt fólk 2020 lagðar fram til kynningar.

Frístundaráð - 87. fundur - 16.12.2020

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Guðmundur Ólafur Gunnarsson forvarna- og félagsmálaráðgjafi kynntu niðurstöður úr rannsókn Rannsóknar & greiningar.

Fræðsluráð - 51. fundur - 17.05.2021

Niðurstöður Rannsókna og greiningar um lýðheilsu ungs fólks á Akureyri 2021 lagðar fram til kynningar.

Frístundaráð - 95. fundur - 19.05.2021

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála og Guðmundur Óli Gunnarsson forvarna- og félagsmálaráðgjafi mættu á fundinn og kynntu helstu niðurstöður úr könnun Rannsókna og greiningar um lýðheilsu ungs fólks á Akureyri vorið 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð leggur á það mikla áherslu að niðurstöðurnar verði kynntar foreldrum og forráðamönnum. Einnig að fræðsla um stafræn samskipti verði aukin og reynt verði að koma á jafningjafræðslu um þau samskipti í tengslum við fræðslu vinnuskólans.