Viðaukar - reglur

Málsnúmer 2017020133

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3547. fundur - 09.03.2017

Lögð fram drög að reglum um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3548. fundur - 16.03.2017

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 9. mars sl. en þá frestaði bæjarráð afgreiðslu málsins.

Lögð fram drög að reglum um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að reglum um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun.

Bæjarráð óskar eftir að reglurnar verði kynntar í öllum ráðum og stjórnum bæjarins.

Fræðsluráð - 6. fundur - 20.03.2017

Lagðar fram til kynningar reglur um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun.

Frístundaráð - 4. fundur - 23.03.2017

Á fundi bæjarráðs þann 16. mars sl. var samþykkt tillaga að reglum um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun. Bæjarráð óskar eftir að reglurnar verði kynntar í öllum ráðum og stjórnum bæjarins.

Sviðsstjóri fór yfir reglurnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 228. fundur - 23.03.2017

Á fundi bæjarráðs þann 16. mars sl. var samþykkt tillaga að reglum um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun. Bæjarráð óskar eftir að reglurnar verði kynntar í öllum ráðum og stjórnum bæjarins.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 7. fundur - 31.03.2017

Lagðar fram til kynningar reglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun hjá Akureyrarbæ dagsettar 16. mars 2017.

Velferðarráð - 1250. fundur - 05.04.2017

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti reglur um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun hjá Akureyrarbæ sem samþykktir voru í bæjarráði 16. mars sl.

Kjarasamninganefnd - 5. fundur - 07.04.2017

Á fundi bæjarráðs þann 16. mars 2017 var samþykkt tillaga að reglum um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun. Bæjarráð óskar eftir að reglurnar verði kynntar í öllum ráðum og stjórnum bæjarins.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 260. fundur - 12.04.2017

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs kom á fundinn og kynnti reglur um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun hjá Akureyrarbæ sem samþykktir voru í bæjarráði 16. mars sl.
Skipulagsráð þakkar Dan fyrir kynninguna.