Tónræktin - styrkbeiðni

Málsnúmer 2017020092

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3545. fundur - 23.02.2017

Erindi dagsett 17. janúar 2017 frá Guðmundi Magna Ásgeirssyni, Ármanni Einarssyni og Brynleifi Hallssyni fyrir hönd Tónræktarinnar. Í erindinu er óskað eftir að gerður verði samningur um styrkveitingu til Tónræktarinnar til 5 ára.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar málinu til frístundaráðs.

Frístundaráð - 4. fundur - 23.03.2017

Á fundi bæjarráðs þann 23. febrúar sl. var tekið fyrir erindi dagsett 17. janúar 2017 frá Guðmundi Magna Ásgeirssyni, Ármanni Einarssyni og Brynleifi Hallssyni fyrir hönd Tónræktarinnar. Í erindinu er óskað eftir að gerður verði samningur um styrkveitingu til Tónræktarinnar til 5 ára.

Bæjarráð vísar málinu til frístundaráðs.

Frístundaráð tekur jákvætt í að gerður verði samningur við Tónræktina og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og gera drög að samningi.

Frístundaráð - 6. fundur - 06.04.2017

Á fundi frístundaráðs þann 23. mars sl. var erindið til umfjöllunar og var sviðsstjóra falið að gera drög að samningi.
Frístundaráð samþykkir framlagðann samning fyrir sitt leyti og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð - 3552. fundur - 19.04.2017

9. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 6. apríl 2017:

Á fundi frístundaráðs þann 23. mars sl. var erindið til umfjöllunar og var sviðsstjóra falið að gera drög að samningi.

Frístundaráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og að hann rúmist innan fjárhagsáætlunar 2017.