Samfélagssvið - skipulag sviðsins

Málsnúmer 2017010284

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 223. fundur - 24.01.2017

Sviðsstjóri samfélagssviðs mætti á fundinn undir þessum lið og lagði fram tillögu um skipulag sviðsins og ráðningu millistjórnanda.
Stjórn Akureyrarstofu gerir ekki athugasemd við þessa tillögu.
Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð - 3541. fundur - 26.01.2017

4. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 24. janúar 2017:

Sviðsstjóri samfélagssviðs mætti á fundinn undir þessum lið og lagði fram tillögu um skipulag sviðsins og ráðningu millistjórnanda.

Stjórn Akureyrarstofu gerir ekki athugasemd við þessa tillögu.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

Kjarasamninganefnd - 3. fundur - 03.02.2017

Bæjarráð bókaði á fundi sínum 27. janúar 2017:

4. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 24. janúar 2017:

Sviðsstjóri samfélagssviðs mætti á fundinn undir þessum lið og lagði fram tillögu um skipulag sviðsins og ráðningu millistjórnanda.

Stjórn Akureyrarstofu gerir ekki athugasemd við þessa tillögu.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

Umfjöllun um starf stjórnanda Akureyrarstofu.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjaráð að starf stjórnanda Akureyrarstofu verði skilgreint sem deildarstjórastarf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags deildarstjóra.

Bæjarráð - 3543. fundur - 09.02.2017

3. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 3. febrúar 2017:

Bæjarráð bókaði á fundi sínum 27. janúar 2017:

4. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 24. janúar 2017:

Sviðsstjóri samfélagssviðs mætti á fundinn undir þessum lið og lagði fram tillögu um skipulag sviðsins og ráðningu millistjórnanda.

Stjórn Akureyrarstofu gerir ekki athugasemd við þessa tillögu.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

Umfjöllun um starf stjórnanda Akureyrarstofu.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að starf stjórnanda Akureyrarstofu verði skilgreint sem deildarstjórastarf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags deildarstjóra.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar að starf stjórnanda Akureyrarstofu verði skilgreint sem deildarstjórastarf og að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags deildarstjóra.

Frístundaráð - 2. fundur - 09.02.2017

Sviðsstjóri samfélagssviðs lagði fram tillögu um skipulag sviðsins og ráðningu millistjórnanda.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála vék af fundi undir þessum lið.
Frístundráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Bæjarráð - 3544. fundur - 16.02.2017

3. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 9. febrúar 2017:

Sviðsstjóri samfélagssviðs lagði fram tillögu um skipulag sviðsins og ráðningu millistjórnanda.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála vék af fundi undir þessum lið.

Frístundráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framkomna tillögu frístundaráðs og vísar málinu til kjarasamninganefndar.

Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

Frístundaráð - 3. fundur - 23.02.2017

Skipurit samfélagssvið lagt fram til samþykktar.
Afgreiðslu frestað.

Frístundaráð - 4. fundur - 23.03.2017

Lagt fram til kynningar skipurit fyrir sviðið ásamt starfslýsingum fyrir deildarstjóra sviðsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 228. fundur - 23.03.2017

Lagt fram til kynningar skipurit fyrir sviðið ásamt starfslýsingum fyrir deildarstjóra sviðsins.

Frístundaráð - 38. fundur - 19.09.2018

Lögð fram til kynningar drög að nýju skipulagi forvarna- og frístundadeildar samfélagssviðs.

Frístundaráð - 57. fundur - 05.06.2019

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála kynnti tillögu að breyttu skipulagi á íþróttadeild samfélagssviðs.

Frístundaráð - 74. fundur - 25.03.2020

Sviðsstjóri kynnti tillögu að fyrirhuguðum breytingum á skipuriti samfélagssviðs.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Meirihluti frístundaráðs samþykkir tillöguna.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson V-lista greiða atkvæði á móti.


Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar minnihlutans telja óábyrgt að samþykkja tillögu um breytingu á skipulagi sem inniheldur ekki kostnaðaráætlun og hafna af þessari ástæðu tillögunni.

Stjórn Akureyrarstofu - 296. fundur - 26.03.2020

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri gerði grein fyrir tillögu að fyrirhuguðum breytingum á skipuriti samfélagssviðs.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjaráðs.