Fræðslu- og lýðheilsuráð

41. fundur 13. nóvember 2023 kl. 13:00 - 16:00 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Bjarney Sigurðardóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Halla Birgisdóttir Ottesen
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu
Dagskrá
Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista sat fundinn í stað Tinnu Guðmundsdóttur.
Rannveig Elíasdóttir S-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Siglingaklúbburinn Nökkvi - endurnýjun í öryggisbáti

Málsnúmer 2023110197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. nóvember 2023 frá formanni Siglingaklúbbsins Nökkva þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ til endurnýjunar í öryggisbáti félagsins.

Ragnar Rúnar Svavarsson stjórnarmaður Siglingaklúbbsins Nökkva sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur vel í erindið og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram í samstarfi við Siglingaklúbbinn Nökkva.

2.Rekstrar- og þjónustusamningar við aðildarfélög ÍBA 2024-2028

Málsnúmer 2023110398Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram til kynningar og umræðu drög að rekstrar- og þjónustusamningum við aðildarfélög ÍBA sem eru að sjá um rekstur íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

3.Skautafélag Akureyrar - öryggismál á lóð Skautahallarinnar

Málsnúmer 2023110202Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2023 frá Sigurði Sveini Sigurðssyni formanni Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir úrbótum á bílastæði Skautahallarinnar m.t.t. öryggismála og bílaumferðar.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Sigurði fyrir erindið og tekur undir áhyggjur Skautafélagsins varðandi öryggismál og bílaumferð á bílastæði Skautahallarinnar. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

4.Lýðheilsustyrkur

Málsnúmer 2023100494Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 11. október 2023:

Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK) og öldungaráð Akureyrarbæjar beina því hér með til bæjaryfirvalda að komið verði á lýðheilsustyrk fyrir íbúa bæjarins 67 ára og eldri.

Markmið styrksins er að hvetja eldri íbúa bæjarins til þátttöku í heilsueflandi íþrótta- og tómstundastarfi og auka þannig lífsgæði þeirra með bættri heilsu.

Slíkur styrkur er í dag veittur í mörgum sveitarfélögum og kemur þeim vel sem stunda hreyfingu og/eða aðra heilsueflingu. Styrkurinn verði veittur einstaklingum gegn framvísun reiknings frá þeim viðurkenndu aðilum sem veita slíka þjónustu og samið verði við.

Reglur um styrk af þessu tagi geta verið í líkingu við frístundastyrk barna og unglinga.

Fulltrúar öldungaráðs og EBAK munu fúslega aðstoða við skipulagningu og framkvæmd verkefnisins ef og þegar þess verður óskað.

Vísað áfram til fræðslu- og lýðheilsuráðs.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar öldungaráði fyrir erindið. Að svo búnu leggur ráðið áherslu á að efla starfsemi Virkra efri ára sem er fjölbreytt heilsueflandi verkefni fyrir eldri borgara. Erindið verður tekið upp að nýju fyrir fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2025.

5.Efling félagsmiðstöðvarstarfs á miðstigi, hinsegin félagsmiðstöðvar og tómstundastarfs barna á flótta

Málsnúmer 2023110068Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað forstöðumanns forvarna- og frístundamála vegna eflingar félagsmiðstöðvarstarfs á miðstigi, hinsegin félagsmiðstöðvar og tómstundastarfs barna á flótta.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við forstöðumann forvarna- og frístundamála.

6.Íslenskar æskulýðsrannsóknir

Málsnúmer 2023050295Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Karen Nóadóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags og Steinunn Alda Gunnarsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi kynntu niðurstöður úr íslensku æskulýðsrannsókninni.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA, Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.

7.Ósk um breytingu á skóladagatali

Málsnúmer 2023110006Vakta málsnúmer

Glerárskóli óskar eftir breytingu á skóladagatali vegna námsferðar starfsfólks.

Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.
Fræðslu og lýðheilsuráð samþykkir breytingu á skóladagatali Glerárskóla veturinn 2023-2024.

8.Starfsáætlun - grunnskólar á Akureyri

Málsnúmer 2023101208Vakta málsnúmer

Starfsáætlanir grunnskóla lagðar fram til samþykktar.

Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir starfsáætlanir grunnskólanna fyrir skólaárið 2023-2024.

9.Frístundaheimili - stefnumótun

Málsnúmer 2023050658Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að stefnumótun fyrir frístundaheimili Akureyrarbæjar.


Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.

10.Frístundaheimili - verklagsreglur

Málsnúmer 2023110385Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að verklagsreglum fyrir frístundaheimili Akureyrarbæjar.

Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.

11.Kennsla og umgjörð starfs-, list- og verknáms í grunnskólum

Málsnúmer 2023110084Vakta málsnúmer

Á 3527. fundi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi bókun: Bæjarstjórn beinir því til fræðslu- og lýðheilsuráðs að kanna hvernig kennslu og umgjörð starfs-, list- og verknáms sé háttað í grunnskólum bæjarins, til að meta stöðuna og út frá því setja fram tillögur um aðgerðir í þeim tilgangi að auka vægi list- og verkgreina í starfi skólanna.

Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.
Lagt fram til kynningar.

12.Skólahald í Grímsey 2023

Málsnúmer 2023081277Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna skólahalds í Grímsey.

Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024, að því gefnu að þrír nemendur ætli að hefja þar skólagöngu. Staðan verður endurmetin í maí 2024.

Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til bæjarráðs.

13.Símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023100652Vakta málsnúmer

Kynntar voru niðurstöður úr könnunnum til nemenda, starfsfólks og foreldra vegna samræmdra símareglna í grunnskólum Akureyrarbæjar. Auk þess var starfshópur um símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar kynntur ásamt drögum að erindisbréfi.


Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.
Drög af erindisbréfi starfshópsins vísað til bæjarráðs.

14.Barnvænt sveitarfélag - gátlistar

Málsnúmer 2023091180Vakta málsnúmer

Lagt fram barnvænt hagsmunamat fundarins.


Áheyrnarfulltrúar: Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar dagskrárliðum 3, 5, 6, 11 og 13 til umsagnar og kynningar hjá ungmennaráði Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 16:00.