Skautafélag Akureyrar - öryggismál á lóð Skautahallarinnar

Málsnúmer 2023110202

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 41. fundur - 13.11.2023

Erindi dagsett 2. nóvember 2023 frá Sigurði Sveini Sigurðssyni formanni Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir úrbótum á bílastæði Skautahallarinnar m.t.t. öryggismála og bílaumferðar.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Sigurði fyrir erindið og tekur undir áhyggjur Skautafélagsins varðandi öryggismál og bílaumferð á bílastæði Skautahallarinnar. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 151. fundur - 05.12.2023

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 13. nóvember 2023:

Erindi dagsett 2. nóvember 2023 frá Sigurði Sveini Sigurðssyni formanni Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir úrbótum á bílastæði Skautahallarinnar m.t.t. öryggismála og bílaumferðar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Sigurði fyrir erindið og tekur undir áhyggjur Skautafélagsins varðandi öryggismál og bílaumferð á bílastæði Skautahallarinnar. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar ábendingarnar og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna hugmyndir að úrbótum.

Ungmennaráð - 45. fundur - 06.12.2023

Ungmennaráð tók til umsagnar bílastæðamál hjá Skautahöllinni og sendi frá sér bókun um málið.
Ungmennaráð Akureyrar þakkar erindið og er sammála þeirri þörf að grenndargámar verði færðir á annað svæði sökum þeirri umferðarhættu sem stafar af þeim bæði fyrir gangandi vegfarendur og akandi einstaklinga. Ungmennaráð telur að besti kosturinn fyrir stækkun bílastæðisins væri á sunnanverði hlið hússins að því gefnu að tryggt verði að snjóbretta- og sleðaaðstaða haldi sér og geti áfram nýst þeim sem hana nota.