Lýðheilsustyrkur

Málsnúmer 2023100494

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 31. fundur - 11.10.2023

Umræður um lýðheilsustyrk fyrir eldri borgara.

Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri lýðheilsumála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK) og öldungaráð Akureyrarbæjar beina því hér með til bæjaryfirvalda að komið verði á lýðheilsustyrk fyrir íbúa bæjarins 67 ára og eldri.

Markmið styrksins er að hvetja eldri íbúa bæjarins til þátttöku í heilsueflandi íþrótta- og tómstundastarfi og auka þannig lífsgæði þeirra með bættri heilsu.

Slíkur styrkur er í dag veittur í mörgum sveitarfélögum og kemur þeim vel sem stunda hreyfingu og/eða aðra heilsueflingu. Styrkurinn verði veittur einstaklingum gegn framvísun reiknings frá þeim viðurkenndu aðilum sem veita slíka þjónustu og samið verði við.

Reglur um styrk af þessu tagi geta verið í líkingu við frístundastyrk barna og unglinga.

Fulltrúar öldungaráðs og EBAK munu fúslega aðstoða við skipulagningu og framkvæmd verkefnisins ef og þegar þess verður óskað.

Vísað áfram til fræðslu- og lýðheilsuráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 41. fundur - 13.11.2023

Liður 5 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 11. október 2023:

Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK) og öldungaráð Akureyrarbæjar beina því hér með til bæjaryfirvalda að komið verði á lýðheilsustyrk fyrir íbúa bæjarins 67 ára og eldri.

Markmið styrksins er að hvetja eldri íbúa bæjarins til þátttöku í heilsueflandi íþrótta- og tómstundastarfi og auka þannig lífsgæði þeirra með bættri heilsu.

Slíkur styrkur er í dag veittur í mörgum sveitarfélögum og kemur þeim vel sem stunda hreyfingu og/eða aðra heilsueflingu. Styrkurinn verði veittur einstaklingum gegn framvísun reiknings frá þeim viðurkenndu aðilum sem veita slíka þjónustu og samið verði við.

Reglur um styrk af þessu tagi geta verið í líkingu við frístundastyrk barna og unglinga.

Fulltrúar öldungaráðs og EBAK munu fúslega aðstoða við skipulagningu og framkvæmd verkefnisins ef og þegar þess verður óskað.

Vísað áfram til fræðslu- og lýðheilsuráðs.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar öldungaráði fyrir erindið. Að svo búnu leggur ráðið áherslu á að efla starfsemi Virkra efri ára sem er fjölbreytt heilsueflandi verkefni fyrir eldri borgara. Erindið verður tekið upp að nýju fyrir fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2025.