Kennsla og umgjörð starfs-, list- og verknáms í grunnskólum

Málsnúmer 2023110084

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 41. fundur - 13.11.2023

Á 3527. fundi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi bókun: Bæjarstjórn beinir því til fræðslu- og lýðheilsuráðs að kanna hvernig kennslu og umgjörð starfs-, list- og verknáms sé háttað í grunnskólum bæjarins, til að meta stöðuna og út frá því setja fram tillögur um aðgerðir í þeim tilgangi að auka vægi list- og verkgreina í starfi skólanna.

Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.
Lagt fram til kynningar.

Ungmennaráð - 45. fundur - 06.12.2023

Ungmennaráð tók til umsagnar mál varðandi list- og verkgreinar í grunnskólum Akureyrarbæjar og sendi frá sér bókun.
Ungmennaráð Akureyrar vill ítreka að mikilvægi verklegs náms er á pari við bóklegt nám og gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í menntun og uppeldi barna. Fyrir mörg börn geta akkúrat þessir tímar verið þar sem þau njóta sín hvað best og þeirra styrkleikar og hæfileikar fái sín notið. Ungmennaráð metur það svo að klárlega sé rými fyrir bætingu á bæði aðstöðu og framboði verknáms.