Efling félagsmiðstöðvarstarfs á miðstigi, hinsegin félagsmiðstöðvar og tómstundastarfs barna á flótta

Málsnúmer 2023110068

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 41. fundur - 13.11.2023

Lagt fram minnisblað forstöðumanns forvarna- og frístundamála vegna eflingar félagsmiðstöðvarstarfs á miðstigi, hinsegin félagsmiðstöðvar og tómstundastarfs barna á flótta.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við forstöðumann forvarna- og frístundamála.

Ungmennaráð - 45. fundur - 06.12.2023

Ungmennaráð fékk kynningu frá Ölfu Aradóttur forstöðumanni forvarna- og frístundadeildar á félagsmiðstöðvastarfi á miðstigi, hinsegin félagsmiðstöð og tómstundastarfi barna á flótta.

Í kjölfarið tók ráðið mál til umsagnar varðandi eflingu þessa starfs og sendi frá sér bókun.
Ungmennaráð tekur vel í erindið sem fellur undir gríðarlega mikilvægan flokk á sviði forvarnastarfs barna. Sú upphæð sem óskað er eftir er ekki mikil miðað við ávinninginn sem fæst af því að fjárfesta í þessu mikilvæga starfi sem styður viðkvæma hópa sem oft vilja gleymast innan samfélagsins.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 60. fundur - 09.10.2024

Lagt fram minnisblað frá Ölfu Aradóttur um eflingu félagsmiðstöðvastarfs á miðstigi, hinsegin félagsmiðstöðvar og tómstundastarfs barna á flótta.


Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundadeildar og Linda Björk Pálsdóttir umsjónarmaður Undirheima sátu fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Inga Bára Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Elísabet Þórunn Jónsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Ráðið felur sviðsstjóra að vinna að nánari greiningu á starfi félagsmiðstöðvanna og rýna þörfina fyrir aukna þjónustu.
Rannveig Elíasdóttir S-lista vék af fundi kl.15:17.

Ungmennaráð - 56. fundur - 06.11.2024

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundadeildar kynnti hugmyndir um eflingu félagsmiðstöðvastarfs á miðstigi, hinsegin félagsmiðstöðvar og

tómstundastarfs barna á flótta.