Efling félagsmiðstöðvarstarfs á miðstigi, hinsegin félagsmiðstöðvar og tómstundastarfs barna á flótta

Málsnúmer 2023110068

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 41. fundur - 13.11.2023

Lagt fram minnisblað forstöðumanns forvarna- og frístundamála vegna eflingar félagsmiðstöðvarstarfs á miðstigi, hinsegin félagsmiðstöðvar og tómstundastarfs barna á flótta.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við forstöðumann forvarna- og frístundamála.

Ungmennaráð - 45. fundur - 06.12.2023

Ungmennaráð fékk kynningu frá Ölfu Aradóttur forstöðumanni forvarna- og frístundadeildar á félagsmiðstöðvastarfi á miðstigi, hinsegin félagsmiðstöð og tómstundastarfi barna á flótta.

Í kjölfarið tók ráðið mál til umsagnar varðandi eflingu þessa starfs og sendi frá sér bókun.
Ungmennaráð tekur vel í erindið sem fellur undir gríðarlega mikilvægan flokk á sviði forvarnastarfs barna. Sú upphæð sem óskað er eftir er ekki mikil miðað við ávinninginn sem fæst af því að fjárfesta í þessu mikilvæga starfi sem styður viðkvæma hópa sem oft vilja gleymast innan samfélagsins.