Skólahald í Grímsey 2023

Málsnúmer 2023081277

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 36. fundur - 28.08.2023

Lagt fram minnisblað Kristínar Jóhannesdóttur sviðsstjóra vegna óska íbúa um að endurvekja skólahald í Grímsey.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 41. fundur - 13.11.2023

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna skólahalds í Grímsey.

Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024, að því gefnu að þrír nemendur ætli að hefja þar skólagöngu. Staðan verður endurmetin í maí 2024.

Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3828. fundur - 23.11.2023

Liður 12 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 13. nóvember 2023:

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna skólahalds í Grímsey.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024, að því gefnu að þrír nemendur ætli að hefja þar skólagöngu. Staðan verður endurmetin í maí 2024.

Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir bæjarráð í næstu viku.

Bæjarráð - 3830. fundur - 07.12.2023

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 23. nóvember 2023:

Liður 12 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 13. nóvember 2023:

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna skólahalds í Grímsey.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024, að því gefnu að þrír nemendur ætli að hefja þar skólagöngu. Staðan verður endurmetin í maí 2024.

Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir bæjarráð í næstu viku.

Á fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað Kristínar Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs dagsett 5. desember 2023. Hún sat jafnframt fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð leggur áherslu á samfellda skólagöngu barna og greiðan aðgang að frístundastarfi í samræmi við barnalög nr. 76/2003 og því sé réttast að barn gangi aðeins í einn skóla, þar sem aðgangur að frístundastarfi er góður. Þó ríkir skilningur á aðstæðum fjölskyldna, þar sem annað foreldri stundar sína atvinnu að stórum hluta í Grímsey. Vilji er til að koma til móts við foreldra barna sem eiga búsetu í Grímsey með auknum sveigjanleika til náms með stuðningi frá skóla barns, í allt að þrjár vikur á önn. Felur bæjarráð sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að skapa þá umgjörð í samstarfi við skóla barnanna og kynna hana foreldrum.

Upplýsingaöflun hefur leitt í ljós að ekki séu forsendur til skólahalds í Grímsey.