Símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023100652

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3534. fundur - 17.10.2023

Rætt um símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar.

Málshefjandi er Gunnar Már Gunnarsson B-lista og leggur fram svofellda tillögu ásamt Sunnu Hlín Jóhannesdóttur B-lista:

Fræðslu- og lýðheilsuráði er falið í samstarfi við ungmennaráð og fulltrúa skólasamfélagsins, skólastjórnenda, kennara og nemendaráð grunnskóla, að setja reglur um notkun síma í grunnskólum Akureyrarbæjar. Reglurnar munu taka gildi í síðasta lagi um næstu áramót og gilda þar til mennta- og barnamálaráðherra hefur lokið vinnu við mótun reglna um notkun síma í grunnskólum landsins.

Til máls tóku Hlynur Jóhannsson og Heimir Örn Árnason.

Heimir Örn Árnason D-lista og formaður fræðslu- og lýðsheilsuráðs leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd meirihlutans:

Skipaður verði starfshópur þegar niðurstöður úr könnunum fræðslu- og lýðsheilsusviðs liggja fyrir um símanotkun/reglur í grunnskólum. Hópurinn yrði samsettur af einum úr meirihluta fræðslu- og lýðheilsuráðs, einum úr minnihluta, einum náms- og starfsráðgjafa, einum skólastjórnanda, fulltrúa foreldra grunnskólabarna, fulltrúa ungmennaráðs, starfsmanni fræðslu- og lýðheilsusviðs og honum gert að rýna niðurstöðurnar og koma með tillögur um framhaldið.

Næst tóku til máls Hulda Elma Eysteinsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Heimir Örn Árnason.

Fyrst voru greidd atkvæði um tillögu Gunnars Más Gunnarssonar B-lista og Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Brynjólfur Ingvarsson greiddu atkvæði með tillögunni, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir sat hjá. Halla Björk Reynisdóttir, Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannsson, Andri Teitsson, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Hilda Jana Gísladóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni. Tillagan var felld.

Þá voru greidd atkvæði um tillögu meirihlutans. Ellefu greiddu atkvæði með tillögunni. Tillagan var samþykkt.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Heimir Örn Árnason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Andri Teitsson L-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, óska bókað:

Nú þegar eru í gildi símareglur í öllum grunnskólum Akureyrarbæjar, hins vegar er í skoðun hvort að æskilegt sé að innleiða samhæfðar reglur allra skóla sveitarfélagsins. Við teljum farsælast að beðið verði eftir niðurstöðum úr þeirri könnun sem liggur fyrir og að í framhaldinu verði unnið að tillögum með öllum hlutaðeigandi.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 40. fundur - 23.10.2023

Liður 8 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 17. október 2023 þar sem eftirfarandi tillaga var samþykkt:

Skipaður verði starfshópur þegar niðurstöður úr könnunum fræðslu- og lýðsheilsusviðs liggja fyrir um símanotkun/reglur í grunnskólum. Hópurinn yrði samsettur af einum úr meirihluta fræðslu- og lýðheilsuráðs, einum úr minnihluta, einum náms- og starfsráðgjafa, einum skólastjórnanda, fulltrúa foreldra grunnskólabarna, fulltrúa ungmennaráðs, starfsmanni fræðslu- og lýðheilsusviðs og honum gert að rýna niðurstöðurnar og koma með tillögur um framhaldið.


Steinunn Alda Gunnarsdóttir forvarna- og frístundaráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að óska eftir tilnefningum í starfshópinn og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi.

Ungmennaráð - 44. fundur - 01.11.2023

Rætt var um fyrirhugaðar breytingar á reglum varðandi símanotkun í grunnskólum. Mikil hitaumræða varð um málið. Óskað hafði verið eftir því að ungmennaráð tilnefndi fulltrúa í starfshóp sem til stendur að skipa þegar niðurstöður úr könnunum fræðslu- og lýðheilsusviðs um símanotkun liggja fyrir. Ekki náðist lending með það á þessum fundi þar sem þörf var á frekari upplýsingum um starfshópinn. Í kjölfar fundar var óskað eftir þessum upplýsingum frá viðeigandi aðilum. Ákvörðun verður tekin þegar svör berast.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 41. fundur - 13.11.2023

Kynntar voru niðurstöður úr könnunnum til nemenda, starfsfólks og foreldra vegna samræmdra símareglna í grunnskólum Akureyrarbæjar. Auk þess var starfshópur um símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar kynntur ásamt drögum að erindisbréfi.


Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.
Drög af erindisbréfi starfshópsins vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3827. fundur - 16.11.2023

Lagt fram erindisbréf vinnuhóps vegna samræmdra símareglna í grunnskólum Akureyrarbæjar. Hlutverk hópsins er að rýna niðurstöður könnunar um símanotkun í grunnskólum og koma með tillögur um framhaldið.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið.


Eftirtaldir fulltrúar skipa vinnuhópinn: Heimir Örn Árnason formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs, Gunnar Már Gunnarsson fulltrúi minnihluta í fræðslu- og lýðheilsuráði, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra, Linda Rós Rögnvaldsdóttir verkefnastjóri í Oddeyrarskóla, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi skólastjóra, Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla og París Anna Bergmann fulltrúi ungmennaráðs.

Ungmennaráð - 45. fundur - 06.12.2023

Ungmennaráð kynnti sér niðurstöður könnunar varðandi símanotkun í grunnskólum. París, sem situr í starfshópi varðandi málið, fór yfir hvað hafi verið rætt á fyrsta fundi þess hóps. Eins var tengt inn í niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar varðandi samfélagsmiðlanotkun barna.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 46. fundur - 12.02.2024

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fór yfir vinnu starfshóps um samræmdar símareglur í grunnskólum Akureyrarbæjar.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexia María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 48. fundur - 11.03.2024

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Heimir Örn Árnason formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs kynntu niðurstöður vinnu við samræmdar símareglur í grunnskólum Akureyrarbæjar.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samræmdar reglur um notkun farsíma í grunnskólum Akureyrarbæjar frá og með skólaárinu 2024 - 2025.