Íslenskar æskulýðsrannsóknir

Málsnúmer 2023050295

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 41. fundur - 13.11.2023

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Karen Nóadóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags og Steinunn Alda Gunnarsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi kynntu niðurstöður úr íslensku æskulýðsrannsókninni.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA, Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.

Ungmennaráð - 45. fundur - 06.12.2023

Rætt var um helstu niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem hafa verið kynntar bæði fyrir fræðslu- og lýðheilsuráði og á opnum kynningarfundi í lok nóvember. Margt kom á óvart í niðurstöðunum, sér í lagi spurningar varðandi þungbærar upplifanir á borð við ofbeldi. Fram kom að hluti spurninganna væri illskiljanlegur og því gott að fyrir næstu fyrirlögn yrði listinn forprófaður í samvinnu við Samfés.

Ungmennaráð hefur mikinn áhuga á að halda áfram að skoða þessi mál því þau eru mjög áhugaverð. Hins vegar er stutt í næstu fyrirlögn og því væri jafnvel heppilegra að koma inn í vinnu með þær niðurstöður.