Siglingaklúbburinn Nökkvi - endurnýjun í öryggisbáti

Málsnúmer 2023110197

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 41. fundur - 13.11.2023

Erindi dagsett 1. nóvember 2023 frá formanni Siglingaklúbbsins Nökkva þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ til endurnýjunar í öryggisbáti félagsins.

Ragnar Rúnar Svavarsson stjórnarmaður Siglingaklúbbsins Nökkva sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur vel í erindið og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram í samstarfi við Siglingaklúbbinn Nökkva.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 51. fundur - 29.04.2024

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 1. nóvember 2023 frá Tryggva J. Heimissyni formanni Nökkva varðandi endurnýjun búnaðar fyrir starfsemi félagsins. Erindið var áður á dagskrá ráðsins 13. nóvember 2023.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að leggja fram 1,2 milljónir til kaupa á mótor í öryggisbát félagsins.