Samþykktir fastanefnda - endurskoðun

Málsnúmer 2013060144

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3379. fundur - 05.09.2013

Umræða um samþykkt bæjarráðs.

Bæjarráð - 3418. fundur - 03.07.2014

Unnið að endurskoðun samþykktar fyrir bæjarráð.

Bæjarráð - 3424. fundur - 21.08.2014

Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt fyrir bæjarráð Akureyrar.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mættu á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar tillögu að breytingum á Samþykkt fyrir bæjarráð til bæjarstjórnar með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

Bæjarstjórn - 3359. fundur - 16.09.2014

7. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 21. ágúst 2014:
Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt fyrir bæjarráð Akureyrar.
Bæjarráð vísar tillögu að breytingum á samþykkt fyrir bæjarráð til bæjarstjórnar með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir bæjarráð Akureyrar með 11 samhljóða atkvæðum.

Félagsmálaráð - 1201. fundur - 21.01.2015

Lagt var fram endurskoðað erindisbréf félagsmálaráðs dagsett 19. janúar 2015.
Félagsmálaráð fór yfir samþykktir ráðsins og samþykkti að breyta nafni ráðsins í velferðarráð. Samþykktin er send til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.

Stjórn Akureyrarstofu - 180. fundur - 04.02.2015

Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að endurskoðaðri samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu til bæjarráðs og síðan samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3447. fundur - 05.02.2015

7. liður í fundargerð félagsmálaráðs dagsett 21. janúar 2015:
Lagt var fram endurskoðað erindisbréf félagsmálaráðs dagsett 19. janúar 2015.
Félagsmálaráð fór yfir samþykktir ráðsins og samþykkti að breyta nafni ráðsins í velferðarráð. Samþykktin er send til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir ráðið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Íþróttaráð - 163. fundur - 05.02.2015

Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir íþróttaráð.
Íþróttaráð samþykkir drög að Samþykkt fyrir íþróttaráð. Samþykktin send til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.

Umhverfisnefnd - 101. fundur - 10.02.2015

Samþykkt um umhverfisnefnd tekin til umræðu.
Umhverfisnefnd samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti.

Skipulagsnefnd - 196. fundur - 11.02.2015

Lögð fram tillaga frá skipulagsstjóra um endurskoðaða samþykkt um skipulagsnefnd unna í samráði við bæjarlögmann og formann skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við bæjarráð að hún verði samþykkt.

Bæjarráð - 3448. fundur - 12.02.2015

6. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 4. febrúar 2015:
Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að endurskoðaðri samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu til bæjarráðs og síðan samþykktar í bæjarstjórn.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3448. fundur - 12.02.2015

4. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 5. febrúar 2015:
Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir íþróttaráð.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir íþróttaráð með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3368. fundur - 17.02.2015

5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 5. febrúar 2015:
7. liður í fundargerð félagsmálaráðs dagsett 21. janúar 2015:
Lagt var fram endurskoðað erindisbréf félagsmálaráðs dagsett 19. janúar 2015.
Félagsmálaráð fór yfir samþykktir ráðsins og samþykkti að breyta nafni ráðsins í velferðarráð. Samþykktin er send til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir ráðið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tilögu að breytingum á samþykkt fyrir félagsmálaráð og að nafni ráðsins verði breytt í velferðarráð með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3368. fundur - 17.02.2015

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 12. febrúar 2015:
6. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 4. febrúar 2015:
Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að endurskoðaðri samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu til bæjarráðs og síðan samþykktar í bæjarstjórn.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu með 9 atkvæðum gegn atkvæði Gunnars Gíslasonar D-lista.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3368. fundur - 17.02.2015

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 12. febrúar 2015:
4. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 5. febrúar 2015:
Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir íþróttaráð.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir íþróttaráð með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir íþróttaráð með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3449. fundur - 19.02.2015

4. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 10. febrúar 2015:
Samþykkt um umhverfisnefnd tekin til umræðu.
Umhverfisnefnd samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir umhverfisnefnd og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3449. fundur - 19.02.2015

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. febrúar 2015:
Lögð fram tillaga frá skipulagsstjóra um endurskoðaða samþykkt um skipulagsnefnd unna í samráði við bæjarlögmann og formann skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við bæjarráð að hún verði samþykkt.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir skipulagsnefnd og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Framkvæmdaráð - 302. fundur - 20.02.2015

Farið yfir drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir framkvæmdaráð.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.
Endanlegri afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Bæjarstjórn - 3370. fundur - 17.03.2015

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 19. febrúar 2015:
4. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 10. febrúar 2015:
Samþykkt um umhverfisnefnd tekin til umræðu.
Umhverfisnefnd samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir umhverfisnefnd og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir umhverfisnefnd með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3370. fundur - 17.03.2015

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 19. febrúar 2015:
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. febrúar 2015:
Lögð fram tillaga frá skipulagsstjóra um endurskoðaða samþykkt um skipulagsnefnd unna í samráði við bæjarlögmann og formann skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við bæjarráð að hún verði samþykkt.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir skipulagsnefnd og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir skipulagsnefnd með 11 samhljóða atkvæðum.

Framkvæmdaráð - 309. fundur - 05.06.2015

Farið yfir drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir framkvæmdaráð.
Afgreiðslu frestað og framkvæmdaráð leggur til að gerð verði sérstök samþykkt fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar.