Tjaldsvæðisreitur við Þórunnarstræti - tillaga að breytingu á deiliskipulagi Þingvallastrætis 23

Málsnúmer 2015010118

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 194. fundur - 14.01.2015

Erindi dagsett 9. janúar 2015 frá Þórhalli Erni Hinrikssyni og Helen Ólafsdóttur þar sem þau f.h. SRE I slhf., kt. 620911-0890, óska eftir að fá að gera deiliskipulagsbreytingu á lóðinni nr. 23 við Þingvallastræti samkvæmt meðfylgjandi tillögu. Um er að ræða stækkun á byggingarreit vegna stækkunar á matsal.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

Skipulagsnefnd - 196. fundur - 11.02.2015

Skipulagsnefnd heimilaði þann 14. janúar 2015 umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins.
Tillagan er dagsett 5. febrúar 2015 og unnin af Önnu Margréti Hauksdóttur hjá AVH.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3368. fundur - 17.02.2015

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. febrúar 2015:
Skipulagsnefnd heimilaði þann 14. janúar 2015 umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins.
Tillagan er dagsett 5. febrúar 2015 og unnin af Önnu Margréti Hauksdóttur hjá AVH.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 198. fundur - 25.02.2015

Erindið var grenndarkynnt frá 18. febrúar og lauk 20. febrúar 2015 þegar sá sem grenndarkynninguna fékk samþykkti tillöguna að breytingunni.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.