Skjalastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012100192

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3388. fundur - 07.11.2013

Lögð fram drög að skjalastefnu Akureyrarbæjar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn - 3346. fundur - 19.11.2013

6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 7. nóvember 2013:
Lögð fram drög að skjalastefnu Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða skjalastefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3445. fundur - 22.01.2015

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri skjalastefnu Akureyrarbæjar.

Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða skjalastefnu Akureyrarbæjar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3368. fundur - 17.02.2015

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. janúar 2015:
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri skjalastefnu Akureyrarbæjar.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða skjalastefnu Akureyrarbæjar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða endurskoðaða skjalastefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3591. fundur - 15.03.2018

Lögð fram drög að endurskoðaðri skjalastefnu Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir framlagða endurskoðun á skjalastefnu og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3431. fundur - 20.03.2018

6. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 15. mars 2018:

Lögð fram drög að endurskoðaðri skjalastefnu Akureyrarbæjar.

Bæjarráð samþykkir framlagða endurskoðun á skjalastefnu og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða endurskoðun á skjalastefnu með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3678. fundur - 08.04.2020

Lögð fram drög að endurskoðaðri skjalastefnu Akureyrarbæjar og drög að verklagsreglum um meðferð skjala.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðaða skjalastefnu og drög að verklagsreglum um meðferð skjala og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3473. fundur - 21.04.2020

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. apríl 2020:

Lögð fram drög að endurskoðaðri skjalastefnu Akureyrarbæjar og drög að verklagsreglum um meðferð skjala.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðaða skjalastefnu og drög að verklagsreglum um meðferð skjala og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti stefnuna.

Í umræðum tók til máls Sóley Björk Stefánsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða skjalastefnu og verklagsreglur um meðferð skjala með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3683. fundur - 14.05.2020

Umræða um nýsamþykkta skjalastefnu bæjarins og tilheyrandi verklagsreglur.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð beinir því til fastanefnda að taka skjalastefnuna og tilheyrandi verklagsreglur til umfjöllunar. Jafnframt verði kynnt staða skjalamála á starfssviði hverrar nefndar. Bæjarráð ítrekar að meðferð skjala er mikilvægur hluti faglegrar og upplýsandi stjórnsýslu og hvetur fastanefndir, sviðsstjóra og forstöðumenn til að tryggja að unnið sé í samræmi við skjalastefnuna.