Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar - endurskoðun 2015

Málsnúmer 2015020055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3448. fundur - 12.02.2015

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum og vísar Samþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3368. fundur - 17.02.2015

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 12. febrúar 2015:
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum og vísar Samþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3370. fundur - 17.03.2015

7. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 17. febrúar 2015:
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar með 10 samhljóða atkvæðum.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Gunnar Gíslason óskar bókað:
Ég tel að það að setja á fót sérstaka atvinnumálanefnd hafi ekki verið rökstutt með skýrum hætti. Einu rökin sem hafa komið fram opinberlega eru þau að hér sé kominn nýr meirihluti. Þau rök skýra ekki hvers vegna ákveðið er að fara gegn niðurstöðu starfshóps sem vann að Atvinnustefnu Akureyrar 2014-2021, sem samþykkt var í lok síðasta kjörtímabils. Með þessu er verið að kljúfa og flækja stjórnsýslu atvinnumála að óþörfu. Því sit ég hjá við þessa afgreiðslu.

Bæjarráð - 3471. fundur - 11.09.2015

Ræddar hugmyndir að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.
Bæjarráð vísar umræðum um breytingu á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3380. fundur - 20.10.2015

5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 11. september 2015:

Ræddar hugmyndir að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.

Bæjarráð vísar umræðum um breytingu á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til bæjarráðs og óskar eftir að ráðið geri tillögur að breytingum.

Bæjarráð - 3482. fundur - 12.11.2015

2. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 20. október 2015:
5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 11. september 2015:
Ræddar hugmyndir að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.
Bæjarráð vísar umræðum um breytingu á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til bæjarráðs og óskar eftir að ráðið geri tillögur að breytingum.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.