Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 - árshlutauppgjör

Málsnúmer 2018080707

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3608. fundur - 13.09.2018

Lagt fram óendurskoðað árshlutauppgjör janúar til júní 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar óendurskoðuðu árshlutauppgjöri janúar - júní 2018 til umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3440. fundur - 18.09.2018

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. september 2018:

Lagt fram óendurskoðað árshlutauppgjör janúar til júní 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar óendurskoðuðu árshlutauppgjöri janúar - júní 2018 til umræðu í bæjarstjórn.


Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og fór yfir helstu atriði uppgjörsins.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.

Bæjarráð - 3633. fundur - 27.03.2019

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2018.

Davíð Búi Halldórsson frá Enor ehf. mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrði ársreikninginn.

Andri Teitsson bæjarfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3452. fundur - 02.04.2019

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 27. mars 2019:

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2018.

Davíð Búi Halldórsson frá Enor ehf. mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrði ársreikninginn.

Andri Teitsson bæjarfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti ársreikninginn.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.
Ingibjörg Ólöf Isaksen vék af fundi kl. 16:35.

Bæjarráð - 3635. fundur - 11.04.2019

Síðari umræða um ársreikning Akureyrarbæjar fyrir árið 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3453. fundur - 16.04.2019

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. apríl 2019:

Síðari umræða um ársreikning Akureyrarbæjar fyrir árið 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Ársreikningurinn var síðan undirritaður.