Efling trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu - skýrsla starfshóps forsætisráðherra

Málsnúmer 2018090194

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3440. fundur - 18.09.2018

Umræða um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu.

Hilda Jana Gísladóttir hóf umræðuna og ræddi m.a. traust almennings á ýmsum stofnunum samfélagsins og áhrif þess á lýðræðið, gagnsæi stjórnsýslu, upplýsingamiðlun og íbúasamráð.

Í umræðum tóku einnig til máls Sóley Björk Stefánsdóttir og Hilda Jana Gísladóttir
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum:

Bæjarstjórn Akureyrar þakkar fyrir vandaða skýrslu og telur að í henni sé að finna ýmsar tillögur og útfærslur sem nýst geti sveitarstjórnarstiginu til að efla traust á stjórnmálum. Bæjarstjórn vísar skýrslunni til nánari umræðu í bæjarráði. Bæjarstjórn Akureyrar harmar hins vegar að í tillögum starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu sé engin umræða og engar tillögur um bætt samskipti ríkis og sveitarfélaga og skorar á forsætisráðherra að koma fram með áþreifanlegar tillögur sem hægt er að setja í ferli með það að augnamiði að bæta samvinnu ríkis og sveitarfélaga, landsmönnum öllum til heilla.