Vistorka - staða, hlutverk og framtíðarsýn

Málsnúmer 2018090196

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3440. fundur - 18.09.2018

Umræða um málefni Vistorku ehf. að ósk Gunnars Gíslasonar D-lista f.h. minnihluta bæjarstjórnar.

Gunnar Gíslason hóf umræðuna og reifaði árangur af starfsemi Vistorku ehf. og þörf á að skerpa enn frekar hlutverk Vistorku ehf. og áherslur bæjarins í umhverfismálum.

Í umræðum tóku einnig til máls Andri Teitsson, Dagbjört Pálsdóttir og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum:

Akureyrarbær ásamt stofnunum sínum og tengdum fyrirtækjum hefur náð eftirtektarverðum árangri í umhverfismálum. Eitt af því sem stuðlað hefur að þessum árangri sl. ár er stofnun Vistorku ehf. sem er að fullu í eigu Norðurorku hf. Nú eru liðin rúm þrjú ár frá stofnun Vistorku ehf. og því kominn tími til að meta árangur starfs og hvert skal stefna með fyrirtækið og alla umræðu og lausnir í umhverfismálum á Akureyri og í Eyjafirði. Bæjarstjórn samþykkir því að boða til fundar með bæjarfulltrúum, stjórnum og stjórnendum Vistorku ehf., Norðurorku hf. og Moltu ehf. til að ræða stefnumótun til framtíðar í umhverfismálum og starfsemi fyrirtækjanna með það að markmiði að Akureyri og Eyjafjörður verði í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum og náttúruvernd.

Bæjarráð - 3609. fundur - 26.09.2018

Liður 12 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 18. september 2018:

Umræða um málefni Vistorku ehf. að ósk Gunnars Gíslasonar D-lista f.h. minnihluta bæjarstjórnar.

Gunnar Gíslason hóf umræðuna og reifaði árangur af starfsemi Vistorku ehf. og þörf á að skerpa enn frekar hlutverk Vistorku ehf. og áherslur bæjarins í umhverfismálum.

Í umræðum tóku einnig til máls Andri Teitsson, Dagbjört Pálsdóttir og Ingibjörg Ólöf Isaksen.

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum:

Akureyrarbær ásamt stofnunum sínum og tengdum fyrirtækjum hefur náð eftirtektarverðum árangri í umhverfismálum. Eitt af því sem stuðlað hefur að þessum árangri sl. ár er stofnun Vistorku ehf. sem er að fullu í eigu Norðurorku hf. Nú eru liðin rúm þrjú ár frá stofnun Vistorku ehf. og því kominn tími til að meta árangur starfs og hvert skal stefna með fyrirtækið og alla umræðu og lausnir í umhverfismálum á Akureyri og í Eyjafirði. Bæjarstjórn samþykkir því að boða til fundar með bæjarfulltrúum, stjórnum og stjórnendum Vistorku ehf., Norðurorku hf. og Moltu ehf. til að ræða stefnumótun til framtíðar í umhverfismálum og starfsemi fyrirtækjanna með það að markmiði að Akureyri og Eyjafjörður verði í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum og náttúruvernd.
Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar að boða til fundarins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 50. fundur - 15.02.2019

Lagt fyrir minnisblað dagsett 12. febrúar 2019 varðandi tillögu um styrki Akureyrarbæjar til Vistorku.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samstarf og styrk til Vistorku.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 53. fundur - 01.04.2019

Lögð fyrir drög að samkomulagi við Vistorku.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrirliggjandi samning við Vistorku og óskar eftir viðauka upp á 5 milljónir kr. vegna hans.

Bæjarráð - 3635. fundur - 11.04.2019

Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 1. apríl 2019:

Lögð fyrir drög að samkomulagi við Vistorku.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrirliggjandi samning við Vistorku og óskar eftir viðauka upp á 5 milljónir kr. vegna hans.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

Bæjarráð - 3653. fundur - 19.09.2019

Rætt um málefni Vistorku ehf.

Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku ehf. mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Guðmundi Hauki fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð felur Vistorku ehf. að vinna hagkvæmnimat úrgangsmála í samvinnu við starfshóp um framtíðarsýn sorpmála Akureyrarbæjar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 155. fundur - 06.02.2024

Lögð fram drög að samkomulagi um samstarf um vinnu vegna verkefna sem snúa að umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur starfsemi Vistorku gríðarlega mikilvæga í tengslum við umhverfismál og loftslagsvá og telur augljóst að Akureyrarbær haldi áfram samstarfi við félagið. Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samningsdrögin og felur sviðsstjóra að klára samninginn.