Íbúalýðræði

Málsnúmer 2018090188

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3440. fundur - 18.09.2018

Umræða um hvernig auka megi lýðræðislega þátttöku íbúa.

Halla Björk Reynisdóttir hóf umræðuna og nefndi meðal annars nokkrar mögulegar leiðir til íbúasamráðs og þátttöku íbúa í umfjöllun um málefni sveitarfélagsins. Einnig tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn).
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum:

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að taka markviss skref í átt til aukins þátttökulýðræðis í samræmi við eina af þeim tillögum sem unnar voru af Vinnuhópi um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu fyrir bæjarstjórn árið 2016. Fyrstu skrefin í verkefninu verði að leita samstarfs við önnur sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga við að móta aðgerðaráætlun en í kjölfarið verði fyrstu verkefnum hrint í framkvæmd.