Bæjarráð

3829. fundur 30. nóvember 2023 kl. 08:15 - 11:44 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður
  • Jón Þór Kristjánsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2023

Málsnúmer 2023050347Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 10 mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sat Halla Björk Reynisdóttir bæjarfulltrúi undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

2.Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2024

Málsnúmer 2023111106Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2024 með þremur atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.

3.Álagning gjalda - útsvar 2024

Málsnúmer 2023111107Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2024 í Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að útsvar verði 14,74% á árinu 2024 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Norðurorka - verðskrárbreytingar í vatns- og fráveitu

Málsnúmer 2023111157Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 24. nóvember 2023 þar sem Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku hf. tilkynnir um breytingar á verðskrá vatns- og fráveitu Norðurorku frá 1. janúar 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytingar Norðurorku á vatns- og fráveitugjaldi fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2024

Málsnúmer 2023111108Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2024 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Tillagan gerir ráð fyrir óbreyttri fasteignaskattsprósentu, að fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,31% af fasteignamati húsa og lóða, fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% og fasteignaskattur af öðru húsnæði verði 1,63%.

6.Fasteignagjöld - reglur um afslátt 2024

Málsnúmer 2023111108Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

7.Knattspyrnufélag Akureyrar - samkomulag vegna stofnunar fimleikadeildar KA

Málsnúmer 2023110963Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 27. nóvember 2023:

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti drög að samkomulagi milli Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar varðandi framlög til félagsins vegna fyrirhugaðrar stofnunar á fimleikadeild KA um næstu mánaðamót.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og vísar því til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag vegna samruna Fimleikafélags Akureyrar við KA og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.

8.Reglur um afslátt af leikskóla- og eða frístundagjöldum

Málsnúmer 2023111010Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 27. nóvember 2023:

Reglur um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum lagðar fram til samþykktar.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir reglur um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa reglum um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

9.Húsnæðisúrræði fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2023100306Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 22. nóvember 2023 um húsnæðisúrræði og þjónustu við fólk með fjölþættan vanda. Málið var á dagskrá velferðarráðs 22. nóvember 2023 og var sviðsstjóra velferðarsviðs falið að vinna málið áfram.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur mikilvægt að bregðast við stöðunni og felur sviðsstjóra velferðarsviðs að leggja fram mögulegar tillögur til úrbóta og kostnað við þær fyrir 1. maí 2024.

10.Stuðningsþjónustan - húsnæðismál

Málsnúmer 2023100303Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. nóvember 2023:

Lagt fram minnnisblað Karólínu Gunnarsdóttur þjónustustjóra dags. 10. október 2023 um húsnæði fyrir stuðningsþjónustuna í Íþróttahöllinni.

Velferðarráð leggur áherslu á að unnið verði áfram að húsnæðismálum stuðningsþjónustunnar þar sem þjónustan verði sameinuð á einn stað. Málinu vísað áfram til umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Unnið er að framtíðarlausn húsnæðismála stuðningsþjónustunnar og eru nokkrir valkostir til skoðunar. Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna málið áfram.

11.Iðnaðarsafnið á Akureyri

Málsnúmer 2023020025Vakta málsnúmer

Í safnastefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um aukinn stuðning bæjarins við varðveislu sögu iðnaðar á Akureyri og jafnframt að kannaður verði fýsileiki þess að sameina rekstur Iðnaðarsafnsins á Akureyri og Minjasafnsins á Akureyri. Lögð fram til umræðu tillaga um að Minjasafnið taki að sér rekstur Iðnaðarsafnsins með þjónustusamningi.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði að gerð þjónustusamnings við Minjasafnið á Akureyri um rekstur Iðnaðarsafnsins næstu þrjú árin. Helstu markmið og verkefni samningsins verði meðal annars að efla starfsemi Iðnaðarsafnsins, tryggja stöðu þess sem viðurkennt safn hjá Safnaráði og tryggja áframhaldandi verndun og skráningu iðnaðarsögunnar. Einnig verði lögð áhersla á að nota fyrsta árið til að starfsfólk Minjasafnsins kynnist eiginleikum og samsetningu Iðnaðarsafnsins af eigin raun og að fagþekking og reynsla þeirra nýtist strax í þágu Iðnaðarsafnsins, til dæmis í sameiginlegum markaðs- og kynningarmálum, í fræðslu til skólahópa og í umsóknum um styrki til starfseminnar. Verði þessi samningur að veruleika vonast bæjarráð til þess að gott samstarf takist á milli Minjasafnsins og Hollvina Iðnaðarsafnsins þannig að þeirra reynsla nýtist áfram við varðveislu þessarar mikilvægu sögu.

12.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023011346Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 12. nóvember 2023.

13.Tillaga til þingsályktunar um 509. mál - húsnæðisstefna fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028

Málsnúmer 2023111176Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. nóvember 2023 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar 509. mál - húsnæðisstefna fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11.desember 2023 á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/154/s/0579.html

14.Frumvarp til laga um um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir). 497. mál

Málsnúmer 2023111156Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 24. nóvember 2023 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir). 497. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. desember 2023 á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0550.pdf

15.Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 1382011 fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn

Málsnúmer 2023111212Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. nóvember 2023 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn 73. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember 2023 á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/154/s/0073.html

Fundi slitið - kl. 11:44.