Knattspyrnufélag Akureyrar - samkomulag vegna stofnun fimleikadeildar KA

Málsnúmer 2023110963

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 42. fundur - 27.11.2023

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti drög að samkomulagi milli Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar varðandi framlög til félagsins vegna fyrirhugaðar stofnunar á fimleikadeild KA um næstu mánaðamót.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og vísar því til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3829. fundur - 30.11.2023

Liður 5 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 27. nóvember 2023:

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti drög að samkomulagi milli Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar varðandi framlög til félagsins vegna fyrirhugaðrar stofnunar á fimleikadeild KA um næstu mánaðamót.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og vísar því til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag vegna samruna Fimleikafélags Akureyrar við KA og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.

Ungmennaráð - 46. fundur - 10.01.2024

Ungmennaráð samþykkir niðurstöðu málsins og telur hana eðlilega miðað við stöðu Fimleikafélagsins.