Reglur um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum

Málsnúmer 2023111010

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 42. fundur - 27.11.2023

Reglur um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum lagðar fram til samþykktar.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir reglur um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3829. fundur - 30.11.2023

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 27. nóvember 2023:

Reglur um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum lagðar fram til samþykktar.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir reglur um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa reglum um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

Bæjarstjórn - 3537. fundur - 05.12.2023

Liður 8 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. nóvember 2023:

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 27. nóvember 2023:

Reglur um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum lagðar fram til samþykktar.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir reglur um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa reglum um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tók Gunnar Már Gunnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum með níu atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista sátu hjá.Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Við fögnum tekjutengingu leikskólagjalda og teljum það skynsamlega nálgun sem vonandi kemur til með að létta undir með tekjuminna fjölskyldufólki. Það er vandasamt að setja skerðingarmörk þannig að tekjutenging nýtist örugglega þeim sem henni er ætlað að nýtast. Það er því mikilvægt að rýna reglulega í þau viðmið sem eru notuð og bregðast hratt við ef þurfa þykir.