Stuðningsþjónustan - húsnæðismál

Málsnúmer 2023100303

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1374. fundur - 11.10.2023

Lagt fram minnnisblað Karólínu Gunnarsdóttur þjónustustjóra dagsett 10. október 2023 um húsnæði fyrir stuðningsþjónustuna í Íþróttahöllinni.
Málinu frestað þar sem beðið er eftir frekari gögnum.

Velferðarráð - 1376. fundur - 08.11.2023

Lagt fram minnnisblað Karólínu Gunnarsdóttur þjónustustjóra dags. 10. október 2023 um húsnæði fyrir stuðningsþjónustuna í Íþróttahöllinni.
Velferðarráð leggur áherslu á að unnið verði áfram að húsnæðismálum stuðningsþjónstunnar þar sem þjónustan verði sameinuð á einn stað. Málinu vísað áfram Umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs.

Bæjarráð - 3829. fundur - 30.11.2023

Liður 6 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. nóvember 2023:

Lagt fram minnnisblað Karólínu Gunnarsdóttur þjónustustjóra dags. 10. október 2023 um húsnæði fyrir stuðningsþjónustuna í Íþróttahöllinni.

Velferðarráð leggur áherslu á að unnið verði áfram að húsnæðismálum stuðningsþjónustunnar þar sem þjónustan verði sameinuð á einn stað. Málinu vísað áfram til umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Unnið er að framtíðarlausn húsnæðismála stuðningsþjónustunnar og eru nokkrir valkostir til skoðunar. Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna málið áfram.

Velferðarráð - 1383. fundur - 13.03.2024

Umræða um húsnæði fyrir stuðnings- og stoðþjónustu bæjarins.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður stuðningsþjónustu og Elfa Björk Gylfadóttir forstöðumaður stoðþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.