Húsnæðisúrræði fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2023100306

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1377. fundur - 22.11.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 22. nóvember 2023 um húsnæðisúrræði og þjónustu við fólk með fjölþættan vanda.

Anna Marit Níelsdóttir og Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3829. fundur - 30.11.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 22. nóvember 2023 um húsnæðisúrræði og þjónustu við fólk með fjölþættan vanda. Málið var á dagskrá velferðarráðs 22. nóvember 2023 og var sviðsstjóra velferðarsviðs falið að vinna málið áfram.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur mikilvægt að bregðast við stöðunni og felur sviðsstjóra velferðarsviðs að leggja fram mögulegar tillögur til úrbóta og kostnað við þær fyrir 1. maí 2024.

Velferðarráð - 1382. fundur - 28.02.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 28. febrúar 2024 um stöðu í málefnum heimilislausra með fjölþættan vanda.

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1387. fundur - 22.05.2024

Lagt fyrir minnisblað dagsett 22. maí 2024 um stöðu í málefnum heimilslausra með fjölþættan vanda.

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður og Ísak Herner Konráðsson félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið
Mál lagt fram og verður tekið fyrir áður en sumarfrí hefjast.