Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2024

Málsnúmer 2023111106

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3829. fundur - 30.11.2023

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2024 með þremur atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.

Bæjarstjórn - 3537. fundur - 05.12.2023

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. nóvember 2023:

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2024 með þremur atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar gjaldskrár Akureyrarbæjar með sjö samhljóða atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista sátu hjá.

Í ljósi efnahagsþróunar telur bæjarstjórn Akureyrarbæjar að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess er Akureyrarbær tilbúinn að koma að slíku átaki.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er mjög miður að meirihlutinn ætli að auka álögur á barnafjölskyldur með því að hækka gjaldskrá leikskóla um 16% á milli ára til þeirra foreldra sem þurfa að nýta 8,5 klukkustundir. Sá tími barna á leikskóla hlýtur að teljast eðlilegur á meðan að venjulegur vinnudagur fólks er 8 klukkustundir. Þá er miður að gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði hækki um allt að 14% á milli ára og að enn hafi ekki verið teknar fyrir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning til að koma til móts við þau sem þurfa mest á stuðningi að halda.

Bæjarráð - 3847. fundur - 02.05.2024

Rætt um gjaldskrár Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3857. fundur - 15.08.2024

Rætt um áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Á síðustu mánuðum hefur verið unnið að útfærslu á gjaldskrárbreytingum til samræmis við ákvörðun bæjarstjórnar frá 19. mars sl. en þar segir:

“Þrátt fyrir að skiptar skoðanir séu á því fyrirkomulagi sem lagt var til grundvallar aðkomu hins opinbera að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, þá er ljóst að niðurstaða um langtímasamninga hefur náðst og markmið þeirra um að stuðla að minnkun verðbólgu, lækkunar vaxta sem og að auka kaupmátt heimila í landinu er mikilvæg. Akureyrarbær mun því í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%. Einnig skuldbindur Akureyrarbær sig til þess að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sveitarfélagsins í samstarfi við ríkisvaldið og með fyrirliggjandi kostnaðarþátttöku þess, frá og með ágúst 2024 til loka samningstímans. Þá mun Akureyrarbær tryggja í húsnæðisáætlunum sínum og skipulagi nægt framboð byggingarsvæða og lóðir til skemmri og lengri tíma og hlutdeild í stofnkostnaði almennra íbúða, sem og að halda áfram því verkefni að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla".



Farið verður í breytingar á gjaldskrám í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar, sem munu taka gildi 1. september nk.

Bæjarráð - 3858. fundur - 22.08.2024

Lagðar fram breytingar á gjaldskrám Akureyrarbæjar sem taka gildi 1. september nk. Bæjarstjórn samþykkti 19. mars sl. í kjölfar áskorana um aðkomu hins opinbera að kjarasamningum að endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu ásamt því að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sveitarfélagsins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrám Akureyrarbæjar með gildistíma frá og með 1. september 2024.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 57. fundur - 26.08.2024

Kynnt var niðurstaða bæjarráðs varðandi gjaldskrárbreytingar er lúta að fræðslu- og lýðheilsusviði.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Jónasdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.