Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2024

Málsnúmer 2023111106

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3829. fundur - 30.11.2023

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2024 með þremur atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.

Bæjarstjórn - 3537. fundur - 05.12.2023

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. nóvember 2023:

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2024 með þremur atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar gjaldskrár Akureyrarbæjar með sjö samhljóða atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista sátu hjá.

Í ljósi efnahagsþróunar telur bæjarstjórn Akureyrarbæjar að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess er Akureyrarbær tilbúinn að koma að slíku átaki.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er mjög miður að meirihlutinn ætli að auka álögur á barnafjölskyldur með því að hækka gjaldskrá leikskóla um 16% á milli ára til þeirra foreldra sem þurfa að nýta 8,5 klukkustundir. Sá tími barna á leikskóla hlýtur að teljast eðlilegur á meðan að venjulegur vinnudagur fólks er 8 klukkustundir. Þá er miður að gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði hækki um allt að 14% á milli ára og að enn hafi ekki verið teknar fyrir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning til að koma til móts við þau sem þurfa mest á stuðningi að halda.

Bæjarráð - 3847. fundur - 02.05.2024

Rætt um gjaldskrár Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.