Álagning gjalda - útsvar 2024

Málsnúmer 2023111107

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3829. fundur - 30.11.2023

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2024 í Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að útsvar verði 14,74% á árinu 2024 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3537. fundur - 05.12.2023

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. nóvember 2023:

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2024 í Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að útsvar verði 14,74% á árinu 2024 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3538. fundur - 19.12.2023

Lögð fram endurskoðuð tillaga að útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2024 í Akureyrarbæ, sem komin er til vegna samkomulags ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Bæjarstjórn samþykkti 5. desember sl. að útsvar yrði 14,74% á árinu 2024.

Endurskoðuð tillaga sem liggur fyrir bæjarstjórn gerir ráð fyrir að útsvar verði 14,97% á árinu 2024.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Með vísan til breytinga á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dagsettu 15. desember 2023, samþykkir bæjarstjórn með 11 samhljóða atkvæðum að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.