Norðurorka - verðskrárbreytingar í vatns- og fráveitu

Málsnúmer 2023111157

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3829. fundur - 30.11.2023

Lagt fram erindi dagsett 24. nóvember 2023 þar sem Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku hf. tilkynnir um breytingar á verðskrá vatns- og fráveitu Norðurorku frá 1. janúar 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytingar Norðurorku á vatns- og fráveitugjaldi fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3537. fundur - 05.12.2023

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. nóvember:

Lagt fram erindi dagsett 24. nóvember 2023 þar sem Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku hf. tilkynnir um breytingar á verðskrá vatns- og fráveitu Norðurorku frá 1. janúar 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytingar Norðurorku á vatns- og fráveitugjaldi fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hlynur Jóhannsson kynnti.
Bæjarstjórn staðfestir framlagðar gjaldskrárbreytingar Norðurorku á vatns- og fráveitugjaldi með 11 samhljóða atkvæðum.